Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Blaðsíða 107
105
ferða meðal stúdenta í umræddan skála, sem er í Hveradölum. Voru
slíkar ferðir auglýstar nokkrum sinnum, en því miður með sáralitlum
árangri, því að lítil sem engin þátttaka fékkst.
Utanríkismál.
Allmikill þáttur í starfsemi ráðsins var viðskipti við erlend stú-
dentasamtök.
Nokkrir stúdentar hafa setið sem fulltrúar ráðsins á erlendum
stúdentasamkomum erlendis. Skal nú nokkurra getið:
1. í des. 1948 sat Jón Júlíusson, fil. stud., stúdentamót í Helsin-
fors sem fulltrúi ráðsins. Fór hann frá Svíþjóð, og greiddi stúdenta-
ráð ferðakostnað hans.
2. Sverrir Markússon, dýralæknanemi, sat árshátíð háskólans í
Ábo 18. febr. síðastl. Greiddi stúdentaráð ferðakostnað hans.
3. Stúdentaráð Oslóarháskóla bauð stúdentaráði að senda skipti-
stúdent til dvalar í Osló frá 1. marz til 1. júní s. 1. Fóru þeir út
Pétur Þorsteinsson, stud. jur., Guðjón Steingrímsson, stud. jur.,
og Jón fsberg, stud. jur. Tveir þeirra fengu styrk frá ráðinu, Pétur
og Guðjón.
4. Alþjóða stúdentaráðstefnu sátu þeir Ingimar Jónasson, stud.
oecon. og Sigurður Magnússon, stud. theol., í Asker í Noregi dag-
ana 10.—24. ágúst í sumar. Kom hér að góðu haldi inneign stúdenta-
ráðs á clearing-reikningi hjá Norsk Studentsamband, en komið hefur
verið á clearing-sambandi milli Norsk Studentsamband og stú-
dentaráðs á grundvelli þeirra peninga, er norsku stúdentamir
greiddu sem þátttökugjald í norræna stúdentamótinu s. 1. sumar.
Hið sama gildir um Dani. Komið hefur verið á clearing-viðskiptum
milli þeirra og ísl. stúdentta.
5. Stúdentaráðið í Lundi hefur nýlega boðið íslenzkum stúdent
til dvalar í Lundi um mánaðarskeið á þessu haustmisseri. Boðið
hefur verið þegið, og mun Gísli Kolbeins, stud. theol., fara.
Mörg fleiri boð hafa stúdentaráði borizt, sem það hefur ekki
getað þegið af ýmsum ástæðum.
Styrkir.
Stúdentaráð samþykkti nýjar og róttækar breytingartillögur til úr-
bóta á því ófremdarástandi, er hefur ríkt í styrkjaúthlutun stúdenta.
Ekki var þó nema að litlu leyti tekið tillit til þeirra við síðustu
úthlutanir.
Einnig var farið þess á leit við Alþingi, að styrkur þess til há-
skólastúdenta yrði hækkaður í hlutfalli við vaxandi dýrtíð og við
vaxandi f jölda stúdenta, er nám stunduðu við Háskóla íslands.
14