Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Blaðsíða 111
109
sem öruggustum og hagkvæmustum hætti, í veðdeildarbréfum, ríkis-
skuldabréfum og öðrum jafntryggum verðbréfum.
6. gr. — Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða. Við höfuðstólinn
skal ár hvert leggja 1% af vaxtatekjum sjósins. Að öðru leyti má
verja vaxtatekjunum til styrkveitinga. Nú er sú heimild eigi notuð að
fullu eitthvert ár og skulu þá vextir þeir, sem afgangs verða, lagðir
við höfuðstólinn.
7. gr. — Styrk úr sjóðnum má veita þeim mönnum einum, er svo
eru efnalega staddir, að þeir hafa styrksins þörf, og hafa sýnt það
með námi sínu og hegðun, að þeir séu styrksins verðugir. Konur
geta ekki orðið aðnjótandi styrks úr sjóðnum.
8. gr. — Styrkveitingum úr sjóðnum skal eftir föngum haga svo,
að styrkþegi fái nægilegan styrk til þess að geta stundað fyrihugað
nám sitt. Því skal í fyrstu aðeins einum styrkþega veittur styrkur,
en síðar má fjölga þeim, ef sjóðurinn vex svo, eða námskostnaður
lækkar svo, að fé það, er til úthlutunar kemur, nægi fleiri en einum
styrkþega.
9. gr. — Háskóli íslands tilkynnir Oslóarháskóla í desembermán-
uði ár hvert, hve miklu fé muni varið til styrkveitinga úr sjóðnum
á komandi ári. Oslóarháskóli auglýsir styrkinn til umsóknar, tekur
á móti umsóknum um hann og gerir tillögur um, hverjum styrkur
skuli veittur, og sendir þær tillögur til Háskóla íslands. Háskóli
íslands veitir síðan styrkinn eftir tillögum Oslóarháskóla og er
það ósk gefendanna, að sú úthlutun fari fram 8. apríl ár hvert.
Tillögur um styrkveitingu úr sjóðnum skulu jafnframt sendar
frú Guðrún Brunborg og eftir hennar dag syni hennar, Erlingi
Brunborg í Billingsstad, og skal þess síðan jafnan gætt, að ein-
hverjum niðja gefendanna í beinan karllegg sé gefinn kostur á að
fylgjast með því, hversu fé sjóðsins er varið.
10. gr. — Hverjum þeim, sem verður aðnjótandi styrks úr sjóðn-
um, skal skylt að kynna sér tilgang hans og tildrögin að stofnun
hans.
Að loknu tímabili því, er styrkur er veittur til, skal styrkþega
skylt að senda Háskóla íslands skriflega skýrslu sína um það,
hver not honum hafi orðið að styrknum. Háskóli íslands skal senda
frú Brunborg og síðan fulltrúa ættarinnar, sbr. 9. gr. 2., eftirrit af
skýrslu þessari.