Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 5
I. STJÓRN HÁSKÓLANS
Rektor háskólans var prófessor dr. Alexander Jóhannesson.
Varaforseti háskólaráðs var próf. Jón Steffensen, en ritari
próf. dr. Leifur Ásgeirsson.
Deildarforsetar voru þessir:
Settur prófessor Magnús Már Lárusson í guðfræðisdeild.
Prófessor Jón Steffensen í læknadeild.
Prófessor Gylfi Þ. Gislason í laga- og hagfræðisdeild.
Prófessor dr. Jón Jóhannesson í heimspekisdeild fram í des-
ember, en síðan til loka skólaárs prófessor dr. Steingrímur J.
Þorsteinsson, í veikindaforföllum próf. Jóns Jóhannessonar.
Prófessor dr. Leifur Ásgeirsson í verkfræðisdeild.
II. HÁSKÓLAHÁTÍÐ
Háskólahátíð var haldin í hátíðasalnum 1. vetrardag, 25. okt.
1952, að viðstöddum forseta Islands, ýmsum gestum, kennur-
um og stúdentum. Rektor stýrði athöfninni og flutti ræðu þá,
er hér fer á eftir:
Herra forseti, háttvirtu gestir. Kæru samkennarar og nem-
endur.
Fyrir rúmum mánuði, eða 22. september, lézt prófessor Ágúst
H. Bjarnason, er var kennari við háskólann í 34 ár eða frá
1911—45. Hann var einn af traustustu kennurum hans, mikil-