Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 6
4
virkur rithöfundur, er samdi fjölda rita í heimspeki, og urðu
þau mjög vinsæl meðal aiþýðu manna, einkum rit hans um
sögu mannsandans. Hann flutti fleiri opinbera fyrirlestra við
háskólann en nokkur annar, fyrr og síðar, og var fyrirmynd
allra annarra háskólakennara um starfsemi og reglusemi og
trúmennsku við skyldur sínar. Vil ég biðja alla nærstadda að
heiðra minning hans með því að rísa úr sætum.
Magnús Jónsson, prófessor í guðfræði, hefur nýlega sagt
embætti sínu lausu, en í raun og veru fór hann úr því fyrir
5 árum, og hefur Magnús Már Lárusson gegnt embætti hans
þessi ár. Próf. Magnús Jónsson var kennari við háskólann í
30 ár og vann þar ágæt störf, bæði með kennslu og ritstörfum.
Flytur háskólinn honum nú alúðarþakkir fyrir öll þau störf.
Háskólinn er enn í örum vexti og er tala innritaðra stúd-
enta 692, en tala kennara, að meðtöldum öllum aukakennur-
um, 58. Erlendir lektorar eru hinir sömu og í fyrra, nema Ivar
Orgland cand. philol., er tekið hefur við kennslu í norsku, og
býð ég hann velkominn til starfa. Enskukennslu annast í vetur
Heimir Áskelsson M.A., og hefur hann áður gegnt þeim störf-
um. I fyrra var tekin upp allvíðtæk kennsla til B.A.-prófs, og
mátti velja milli 15 námsgreina. Hefur reynslan orðið sú, að
í fyrra innrituðust 57 stúdentar í þessum fræðigreinum, en
í ár 36. Þykir þetta benda til þess, að mjög margir stúdentar
muni leita náms í þessum greinum á ókomnum árum, ekki
sízt, er þeir sækja hingað, er nú stunda nám í kennaraskól-
anum, samkvæmt hinum nýju fræðslulögum.
Stúdentar skiptast þannig á deildir: Guðfræðisdeild 47,
Læknadeild 235, þar af tannlækningar 14, Laga- og hagfræð-
isdeild 193, þar af 121 í lögfræði, en 72 í viðskiptafræði; Heim-
spekisdeildi 177, þar af 48 í íslenzkum fræðum og 111 i B.A.-
greinum; Verkfræðisdeild 40.
Sú breyting hefur verið gerð, að íslenzka hefur verið und-
anfelld sem námsgrein til B.A.-prófs, en í stað þess hafa verið
settar reglur um, að sérstakt cand. mag.-próf er hægt að taka
í íslenzku og einhverri einni grein annarri, og má þá í íslenzku-
náminu velja um íslenzka málfræði og bókmenntasögu, eða