Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Qupperneq 14
12
færi til samvista með félögum yðar og námsbræðrum og hér
veitist yður tækifæri til að hlýða á fyrirlestra í ýmsum fræði-
greinum, og mörg önnur hlunnindi eru yður veitt. Ég vil
hvetja yður til þess að taka þátt í félagslífi háskólans í ýms-
um myndum þess, að notfæra yður tækifærið til að hlýða á
opinbera fyrirlestra, því að yður ber einnig að kynnast mann-
lífinu í ýmsum myndum þess og þroska hugsun yðar á sem
flestum sviðum. Ég veit, að gleði æskunnar ríkir í brjóstum
yðar, er þér nú hefjið háskólanám, og lífið blasir við yður
sem fagur draumur, að loftið titrar allt af fagnaðarómi, að
ljósið grípur hjörtu yðar draumatökum, jafnvel þyrnavegur
verður hulinn laufi og blómi, eins og skáldið Einar Benedikts-
son hefur lýst viðhorfi æskunnar. Gerið yður Ijóst, að dýr-
mætasta gleðin í þessu lífi er bundin hugsuninni um að hafa
gert skyldu sína. Gerið yður ljóst, að takmark háskólanáms
er að öðlast sem bezta menntun og andlegan þroska og að
ná góðu prófi, er opni yður dyr að ýmsum mikilvægum störf-
um fyrir þjóðfélagið, og að þessu marki verður ekki náð
nema með alúð og ástundun við námið, reglusemi og stað-
festu og hófsemi í öllum háttum.
Eitt atriði tel ég mikilsvert fyrir hvern ungan stúdent, er
byrjar nám. Öll hin mörgu félög, er ég hef minnzt á, standa
yður opin, og umboðsmenn hinna pólitísku félaga stúdenta
munu gera tilraun til þess að draga yður í sína dilka. Ég vil
gefa yður það ráð, að forðast fyrstu árin að ganga í sérstök
pólitísk félög. Notið tímann til þess að kynnast hinni pólitísku
starfsemi í landinu, reynið að greina milli þess, sem er rétt
og rangt, milli þess, sem þér teljið að verði þjóð vorri til gæfu,
og hins, sem gæti orðið henni til tjóns og vansæmdar. Hafið
djörfung til þess að bera sannleikanum vitni og skap til þess
að hneykslast og rísa gegn ýmsum bábiljum þjóðfélagsins.
I þjóðfélagi vorra tíma er tvennt einkum, sem ber að gjaida
varhug við: Áróðri, sem beitt er í blöðum og útvarpi og við
hvers konar tækifæri, þar sem sannleikurinn er sjaldnast sýnd-
ur í sinni réttu mynd, heldur afskræmdur, teygður og togaður
eins og spémynd í spegli. Hitt er hin mikla trúgirni fólksins,