Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 15
13
trú á pólitíska spámenn og loddara, trú á ýmsar öfgastefnur
í veröldinni og trú á margs konar hindurvitni í lífsskoðunum.
Yður ber að leita sannleikans. Leitið sannleikans og réttlæt-
isins, og þá mun yður vel farnast.
Með þessum orðum býð ég yður hjartanlega velkomna og
óska, að háskólanám yðar verði hamingjusamt og gleðiríkt
og færi yður allar þær gjafir óskadrauma yðar, er þér berið
í brjósti.
Ég tek af yður þau loforð, að þér virðið lög og reglur há-
skólans. Borgarabréf yðar verða yður afhent, að lokinni þess-
ari athöfn, í kennslustofum deildanna.
Á hátíðinni voru í fyrsta skipti flutt hátíðaljóð, er Þorsteinn
skáld Gíslason hafði ort skömmu fyrir andlát sitt, en dr. Páll
Isólfsson samdi nýlega lag við.
III. GERÐIR HÁSKÓLARÁÐS
Háskólalög og reglugerð.
Háskólaráðið sendi menntamálaráðuneytinu í sept. 1952 til-
lögur um breytingar á háskólalögunum, er miðuðu að því að
veita háskólanum heimild til aukins aðhalds og eftirlits við
nám stúdentanna. Vom þessar tillögur fluttar á Alþingi þá
um haustið sem stjórnarfrumvarp, en það fékk ekki afgreiðslu
á þinginu.
Farið var fram á við menntamálaráðuneytið, að reglugerð
háskólans yrði gefin út á ný og þá felldar inn í textann þær
breytingar, sem gerðar hafa verið á reglugerðinni síðan hún
vai’ gefin út síðast. Féllst ráðuneytið á að gera þetta.
Embætti og kennarar.
Próf. dr. theol. Magnúsi Jónssyni, er hefm' haft leyfi frá
kennslu síðan haustið 1947, var samkvæmt umsókn sinni veitt