Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 18
16
Háskólaborgarabréf. Háskólaráð samþykkti, að háskóla-
borgarabréf skyldu framvegis gefin út með íslenzkum texta
eingöngu.
Skýrslur um timasókn. Háskólaráð ákvað í upphafi skóla-
árs, að kennarar skyldu halda nákvæma skrá um tímasókn
stúdenta, svo að fylgjast mætti með því, hversu þeir stund-
uðu námið.
Kennsla í ítölsku. Herði Þórhallssyni cand. oecon., B.A.,
var leyft að halda í háskólanum námskeið í ítölsku og flytja
fyrirlestra um ítalskar bókmenntir og taka gjald fyrir.
Námsleyfi var veitt þessum erlendu stúdentum: Amálía Lín-
dál (stúdent í Bandaríkjunum), Mechthild Beckemeier (stúd-
ent í Þýzkalandi) og Nils-Johan Gröttem (stúdent í Noregi).
Sjóðir.
Minningars)óður Benedikts Sveinssonar sýslumanns. Skipu-
lagsskrá fyrir sjóðinn hlaut staðfestingu forseta Islands 24.
marz 1953, og er hún prentuð á bls. 108.
Verðlaunasjóður dr. juris Einars Arnórssonar. Skipulagsskrá
fyrir sjóðinn var staðfest af forseta íslands 24. marz 1953 og
er prentuð á bls. 109.
Minningarsjóður Þorválds Finnbogasonar stúdents. Sjóður-
inn er stofnaður af foreldrum Þorvalds Finnbogasonar og af-
hentur háskólanum 24. des. 1952 með svolátandi bréfi:
Við undirrituð leyfum okkur hér með að afhenda Há-
skóla Islands stofnfé sjóðs, að upphæð kr. 50000.00 —
fimmtíu þúsund krónur — til minningar um son okkar,
Þorvald Finnbogason stúdent. Jafnframt leyfum við okkur
að afhenda meðfylgjandi skipulagsskrá fyrir sjóðinn.
Þorvaldur var fæddur í Reykjavík 21. desember 1931.
Hann lauk stúdentsprófi úr stærðfræðisdeild Menntaskól-
ans i Reykjavík á síðastliðnu vori og var innritaður til
náms í Mechanical Engineering við háskólann í Manchester