Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 67
65
þeir, að farið skyldi vel með hestana, þeir notaðir til reiðar um
Uxahryggi úr Borgarfirði til Þingvalla og Kaldadal hina leiðina,
leigan greidd, þegar þeir félagar kæmu aftur, og gert ráð fyrir því,
að ferðin tæki fjóra til fimm daga.
Þeir félagar lögðu nú af stað, og segir ekki af ferðum þeirra, fyrr
en þeir voru komnir langleiðis fram úr Lundarreykjadal. Þá bar svo
við, að fugl flaug snögglega upp úr götu, en við það fældist hestur
Vilhjálms, og féll Vilhjálmur af baki. Meiddist hann nokkuð, en þó
ekki alvarlega, að öðru en því, að hann nefbrotnaði eða nef hans
brákaðist, a. m. k. svo, að það var upp þaðan talsvert skakkt.
Þeir félagar héldu þó ferðinni áfram, og bar það nú næst til, er
þeir vöknuðu daginn eftir í tjaldi sínu, að hestarnir voru horfnir.
Kvöldið áður höfðu þeir félagar heft hestana í höft, er virtust góð
og Gunnar bóndi hafði látið þeim í té. Hagi var eftir atvikum
sæmilegur. Eftir alllanga leit fundu þeir tvo hestanna, en hinn þriðja
ekki. Sneru þeir að svo búnu við og hættu við ferðina, enda komin
þoka og rigning.
Það er af týnda hestinum, Grána, að segja, að samkvæmt því,
sem síðar kom fram, hafði hann slitið haftið og flækzt norður eftir.
Lenti hann þar innan um stóð. Nokkru síðar var Jón Jónsson hrossa-
kaupmaður á ferð um þessar slóðir með nokkra hesta; þvældust þá
hestar hans innan um stóðið, en honum tókst þó að ná þeim, og var
þá hinn týndi hestur Gunnars með hestum Jóns. Er Jón sá, að
hesturinn var jámaður og taminn, tók hann hestinn með sér, að
því er hann síðar sagði, í því skyni að koma honunm til skila, enda
var hesturinn markaður marki Gunnars, þótt Jón þekkti ekki mark-
ið þá. Hélt Jón nú ferð sinni áfram norður í Húnavatnssýslu og var
þar í hestaprangi. Hann fékk mikla ágirnd á rauðum hesti, sem
Árni nokkur Árnason átti, en ekki gekk saman með þeim á annan
hátt en þann, að Jón léti Grána í skiptum fyrir Rauð, og varð það
úr, enda var Ámi í góðri trú. Segir ekki frekar af ferðum Jóns ann-
að en það, að hann skilaði sér heim ásamt Rauð og var hinn ánægð-
asti, enda Rauður góðhestur, sem hann hugsaði sér að farga ekki.
Er þeir Vilhjálmur og Sigfús komu aftur til Gunnars úr Uxa-
hryggjarferðinni, voru kveðjur þeirra og Gunnars heldur stirðar.
Neituðu þeir algjörlega að greiða leiguna og báru það fyrir sig, að
einn hesturinn hefði verið fælinn og allir strokgjamir, en a. m. k.
eitt haftið ónýtt. Reyndist það rétt, að hestur sá, sem Vilhjálmur
féll af, var gallagripur vegna fælni, og hafði Gunnar ekki látið þess
getið. Strokgjarnir voru hestamir ekki umfram venju, og ekki var
annað vitað en haftið hefði verið sæmilegt. Gunnar krafðist á hinn
9