Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 67

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 67
65 þeir, að farið skyldi vel með hestana, þeir notaðir til reiðar um Uxahryggi úr Borgarfirði til Þingvalla og Kaldadal hina leiðina, leigan greidd, þegar þeir félagar kæmu aftur, og gert ráð fyrir því, að ferðin tæki fjóra til fimm daga. Þeir félagar lögðu nú af stað, og segir ekki af ferðum þeirra, fyrr en þeir voru komnir langleiðis fram úr Lundarreykjadal. Þá bar svo við, að fugl flaug snögglega upp úr götu, en við það fældist hestur Vilhjálms, og féll Vilhjálmur af baki. Meiddist hann nokkuð, en þó ekki alvarlega, að öðru en því, að hann nefbrotnaði eða nef hans brákaðist, a. m. k. svo, að það var upp þaðan talsvert skakkt. Þeir félagar héldu þó ferðinni áfram, og bar það nú næst til, er þeir vöknuðu daginn eftir í tjaldi sínu, að hestarnir voru horfnir. Kvöldið áður höfðu þeir félagar heft hestana í höft, er virtust góð og Gunnar bóndi hafði látið þeim í té. Hagi var eftir atvikum sæmilegur. Eftir alllanga leit fundu þeir tvo hestanna, en hinn þriðja ekki. Sneru þeir að svo búnu við og hættu við ferðina, enda komin þoka og rigning. Það er af týnda hestinum, Grána, að segja, að samkvæmt því, sem síðar kom fram, hafði hann slitið haftið og flækzt norður eftir. Lenti hann þar innan um stóð. Nokkru síðar var Jón Jónsson hrossa- kaupmaður á ferð um þessar slóðir með nokkra hesta; þvældust þá hestar hans innan um stóðið, en honum tókst þó að ná þeim, og var þá hinn týndi hestur Gunnars með hestum Jóns. Er Jón sá, að hesturinn var jámaður og taminn, tók hann hestinn með sér, að því er hann síðar sagði, í því skyni að koma honunm til skila, enda var hesturinn markaður marki Gunnars, þótt Jón þekkti ekki mark- ið þá. Hélt Jón nú ferð sinni áfram norður í Húnavatnssýslu og var þar í hestaprangi. Hann fékk mikla ágirnd á rauðum hesti, sem Árni nokkur Árnason átti, en ekki gekk saman með þeim á annan hátt en þann, að Jón léti Grána í skiptum fyrir Rauð, og varð það úr, enda var Ámi í góðri trú. Segir ekki frekar af ferðum Jóns ann- að en það, að hann skilaði sér heim ásamt Rauð og var hinn ánægð- asti, enda Rauður góðhestur, sem hann hugsaði sér að farga ekki. Er þeir Vilhjálmur og Sigfús komu aftur til Gunnars úr Uxa- hryggjarferðinni, voru kveðjur þeirra og Gunnars heldur stirðar. Neituðu þeir algjörlega að greiða leiguna og báru það fyrir sig, að einn hesturinn hefði verið fælinn og allir strokgjamir, en a. m. k. eitt haftið ónýtt. Reyndist það rétt, að hestur sá, sem Vilhjálmur féll af, var gallagripur vegna fælni, og hafði Gunnar ekki látið þess getið. Strokgjarnir voru hestamir ekki umfram venju, og ekki var annað vitað en haftið hefði verið sæmilegt. Gunnar krafðist á hinn 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.