Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Qupperneq 70
68
þannig að hún var rúmföst í 10 daga. Hún var þó orðin jafngóð,
að öðru en því, að utanvert á hægra ökkla var talsvert ljótt ör, um
3 cm langt. Hún vildi fá tjón sitt bætt.
Látið uppi rökstutt álit um sakarefni þau, er að framan greinir,
og úrslit þeirra.
Enn fremur lauk einn stúdent prófi í almennri löfffræði og
2 í hagfræði í lok fyrra misseris og 11 í hagfræði, 13 í al-
mennri lögfræði og 13 i bókfœrslu í lok síðara misseris.
Prófdómendur við embættispróf í lögfræði voru dr.jur. Björn
Þórðarson og dr. jur. Einar Arnórsson.
III. Kandídatspróf í viðskiptafræðum.
I lok fyrra misseris luku 11 stúdentar prófi í haglýsingu,
2 í mðskiptareikningi, 2 í sérgreindri rékstrarhagfræði, 2 í ál-
mennri lögfræði og 1 í ensku.
I lok síðara misseris luku 5 kandídatar prófi í viðskipta-
fræðum. Auk þess luku 4 stúdentar prófi í sérgreindri rekstr-
arhagfræði, 2 í haglýsingu, 26 í tölfræði, 3 í viðskiptareikn-
ingi, 14 í almennri bókfærslu, 29 í ensku og 1 í almennri lög-
fræði.
Verkefni í skriflegu prófi í maí voru þessi:
I rekstrarhagfræði:
a. Gerið grein fyrir þeim meginatriðum, sem máli skipta, er
dæma skal um það, hvort fjárfesting (investering) sé arð-
bær, og þeim aðferðum, sem beita má í því skyni.
b. Teygni eftirspumarinnar, tegundir hennar og atriði, sem
áhrif hafa á forteikn hennar og styrk.
í þjóðhagfræði:
a. Hvaða áhrif hafa erlendar lántökur og móttaka erlends
gjafafjár á efnahagslíf móttökulandsins?
b. Á hvern hátt er hægt að koma í veg fyrir það, að erlendar
verðlagsbreytingar hafi áhrif á innlent verðlag?
í tölfræði:
I. Athugið útflutning íslenzkra afurða 1952 og skiptingu hans í
höfuðatriðum.