Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Síða 86
84
konu sinnar og barna og honum sjálfum entist heilsa og þrek
til að vinna að hugðarefnum sínum fram til hinztu stundar.
Ágúst H. Bjarnason var heimspekingur. Hann varði lífi sínu
í viðleitni til að öðlast fyllri þekkingu og skilning á örlögum
mannsins og undrum tilverunnar. Vandamál lífsins voru hon-
um óþrotlegt efni til íhugunar og rannsóknar. Hann bar djúpa
lotningu fyrir manneðlinu og ól þá trú og von í brjósti, að því
auðnaðist að sækja fram til meiri fullkomnunar og farsældar.
Guð var hin æðsta hugsjón hans, og hann hugsaði sér guð „sem
hinn stríðandi mátt tilverunnar fyrir öllu því, sem er satt, fag-
urt og gott“. Mannssálin sameinast guði: „Eins og úðinn stígur
upp af fossinum upp í glitrandi friðarbogann, eins stíga orku-
kerfi sálnanna upp úr hinni sífelldu hrynjandi alheimsorkunn-
ar, upp úr blóði og tárum stríðs og styrjalda, upp í sál sáln-
anna, samnefnara alls þess, sem er satt, fagurt og gott, upp til
guðs, til þess að lokum að öðlast þar alsælu, hvíld og frið.“
Hann aðhylltist þróunarkenningu Darvvins í meginatriðum, en
var ljóst, að framvindan er ekki blind eðlisnauðsyn náttúrunn-
ar, að því er tekur til mannkynsins. Mannsviljinn er virkur
þáttur í þróuninni. Mönnunum, sem gæddir eru skynsemi, sam-
vizku og valfrelsi, er að mestu leyti í sjálfsvald sett, hverja
stefnu þróunin tekur. Hins vegar þótti Ágústi engar sannanir
enn komnar fram fyrir því, að persónulegt líf taki við eftir
dauðann og taldi fremur ólíklegt, að svo væri. En þetta skerti
ekki hugró hans, því að hann tók undir með Sókrates, sem
sagði forðum, að dauðinn væri eitt af tvennu: draumlaus svefn
eða nýtt líf í sambúð við aðra sína líka eða sér ágætari verur.
Mér finnst þetta fögur trú, og hún veitti hinum framliðna djörf-
ung til að mæta dauðanum óskelfdur og æðrulaus. Nú hefur
hann goldið þá skuld, sem vér eigum öll að gjalda, og fengið
ráðning þeirrar gátu, er vér, sem lífs erum, vitum með sann-
indum enga rétta lausn á. Vér kveðjum öll þennan merkismann
í þögulli sorg og með þakklátum hug fyrir störf hans og við-
leitni, minnug þess, að dauðinn megnar ekki að saka grand-
varan mann. Minning hans geymist í tryggum hjörtum vanda-