Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Side 87
85
manna og vina, og orðstír hans mun hin íslenzka þjóð letra
á söguspjöld sín.
Símon Jöh. Ágústsson.
Árni Pálsson.
Árni Pálsson, fyrrverandi prófessor, lézt að heimili sínu,
Laugaveg 11, föstudaginn 7. nóvember síðast liðinn eftir tveggja
ára legu og miklar þjáningar. Hann var fæddur 13. sept. 1878
á Hjaltabakka í Húnavatnssýslu og varð því rúmlega 74 ára að
aldri. Foreldrar hans voru síra Páll Sigurðsson, síðast prestur
í Gaulverjabæ, nafnkunnur ræðuskörungur, og Margrét Andrea
Þórðardóttir sýslumanns Guðmundssonar. Föður sinn missti
Árni ungur (1887), en móðir hans lézt hjá honum í hárri elli.
Hann var settur til mennta og varð stúdent 1897. Hið sama ár
sigldi hann til Kaupmannahafnar og tók próf í forspjallsvísind-
um við háskólann þar 1898. Síðan las hann sagnfræði mörg ár
í Höfn, en lauk ekki prófi. Heim til Islands kom hann 1910 og
fékkst síðan við kennslu, ritstörf og bókavörzlu. Hann var sett-
ur aðstoðarbókavörður við Landsbókasafnið haustið 1911, en
skipaður fyrsti bókavörður þar snemma árs 1919. Stundakenn-
ari var hann í sögu við Menntaskólann í Reykjavík 1922—29,
en skipaður prófessor í sögu íslands við háskólann 1931—43.
Hann átti við mikla fátækt að stríða allt til elliára.
Framan af ævi Árna var sjálfstæðisbarátta aðalmál Islend-
inga. Hann mun snemma hafa skipað sér í flokk með Heima-
stjórnarmönnum og hafði jafnan síðan mikinn áhuga á stjórn-
málum. Hann var ritstjóri Þjóðólfs frá því í ágúst 1911 og
fram í janúar 1912. Síðar hið sama ár var hann ritstjóri Ing-
ólfs um skeið (4 blöð). Var hann þá stuðningsmaður „bræð-
ingsins“, sem kallaður var, en með honum var reynt að sam-
ræma kröfur Islendinga í sjálfstæðismálinu. Löngu síðar á
ævinni bauð Árni sig fram til þings, en náði ekki kosningu.