Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 107
105
XIII. SKÝRSLA
Happdrættis Háskóla íslands 1952.
Á þessu ári varð sú breyting, að hlutamiðum var fjölgað úr 25000
í 30000 samkv. heimild í lögum nr. 93, 27. nóv. 1951. Hafði um mörg
ár ekki verið auðið að fullnægja eftirspurn eftir heilmiðum og hálf-
miðum, og því tímabært að fjölga númerum. Um leið var vinning-
um fjölgað úr 7500 í 10000, en samanlögð upphæð vinninga varð
5040000 kr. í stað 4200000 kr. Við þessa breytingu varð hlutfallið
milli númera og vinninga 3:1, en í upphafi var hlutfallið 5:1.
Þessari breytingu var svo vel tekið, að %0 viðbótarinnar seldust
strax.
Sala hlutamiða á árinu var sem hér segir (tilsvarandi tölur 1951
í svigum):
3. flokkur 112093 fjórðungar eða 93.4% (94.3%)
12. — 111626 — — 92.7% (94.3%)
Salan var mest í 3. flokki.
Sala í stærstu umboðunum í 12. flokki:
Reykjavík .. 68119 (59110) fjórðungar
Akureyri .. 5938 (5124) —
Hafnarfjörður .... .. 4990 (4248) —
Siglufjörður 3457 (3103) —
Vestmannaeyjar .. 2842 (2449) —
Akranes 2084 (1743) —
ísaf jörður 1900 (1682) —
Keflavík .. 1643 (1377) —
Stykkishólmur 1575 (1108) —
Neskaupstaður . ... .. 1385 (1197) —
Selfoss ,. 1046 (805) —
í 10 stærstu umboðunum utan Reykjavíkur voru því seldir 26860
(22946) fjórðungar, en í hinum 47 umboðunum 16647 (11454) fjórð-
ungar.
Fyrir selda hlutamiða voru greiddar kr. 6752030.00 (5641330.00).
Viðskiptamenn hlutu í vinninga kr. 4701225.00 (3934435.00). Ágóði
af rekstri happdrættisins varð kr. 1124973.16 (940353.95). Umboðs-
laun kr. 472642.10 (394893.10). Kostnaður við rekstur happdrættis-
ins, annar en umboðslaun, var kr. 488182.74 (399071.90) eða 7.2%
(7%) af tekjum happdrættisins.
Pétur Sigurðsson.
14