Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 110
108
XIV. ÝMISLEGT
Skipulagsskrá
fyrir
Minningarsjóð Benedikts Sveinssonar sýslumanns.
1. gr.
Sjóðurinn er stofnaður með dánargjöf frú Ragnheiðar Benedikts-
dóttur á Akureyri til minningar um föður hennar, Benedikt Sveins-
son sýslumann. Stofnfé er kr. 10800.00.
2. gr.
Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Benedikts Sveinssonar sýslu-
manns.
3. gr.
Sjóðurinn skal vera í vörzlum háskólaráðs. Skal það sjá um, að
fé hans sé jafnan ávaxtað sem tryggilegast og gera árlega reikn-
ing hans. Reikningur sjóðsins skal endurskoðaður með sama hætti
og reikningar annarra sjóða háskólans og birtur í Árbók háskólans.
4. gr.
Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða. Arður allur af eignum sjóðs-
ins skal lagður við höfuðstól hans, þar til hann nemur kr. 25000.00.
5. gr.
Þegar sjóðurinn hefur náð upphæð þeirri, sem greinir í 4. gr., má
árlega veita úr honum sem svarar % hlutum tekna sjóðsins und-
anfarið ár. Skal fé því, er til úthlutunar kemur, varið til náms-
styrkja handa efnilegum stúdentum við Háskóla íslands, og skulu
ættmenn Benedikts Sveinssonar ganga fyrir um styrkveitingar úr
sjóðnum, en að þeim frágengnum stúdentar úr Skaftafellssýslum.
Þann hluta arðs af eignum sjóðsins, er eigi gengur til styrkveit-
inga, skal leggja við höfuðstól hans.
6. gr.
Leita skal staðfestingar forseta íslands á skipulagsskrá þessari
og prenta hana í Árbók háskólans.