Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Síða 116

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Síða 116
114 áður fyrir framan Alþingishúsið, en af svölum þess flutti Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi stórbrotna og áhrifamikla ræðu, sem hlaut prýðilegar undirtektir áheyrenda. Voru menn almennt þeirrar skoðunar, að ræðumannsval af alþingissvölunum hefði tek- izt með afbrigðum vel í þetta skipti og lýstu ánægju sinni yfir því, að hið mikla þjóðskáld skyldi rjúfa langa þögn á vegum háskóla- stúdenta. Kl. 15.30 hófst samkoma í hátíðasal Háskólans og töluðu þar fyrrv. formaður stúdentaráðs, Bragi Sigurðsson, og sr. Þorsteinn fríkirkjuprestur Bjömsson. Þar sungu þau og tvísöng Guðrún Á. Símonar og Guðmundur Jónsson og Rögnvaldur Jónsson lék á píanó. Um kvöldið var hóf að Hótel Borg. Þar flutti Theodór B. Líndal hrl. ræðu, Egill Bjamason og Jón Kjartansson sungu glunta, og loks las Brynjólfur Jóhannesson upp. Að lokum var stiginn dans fram eftir nóttu. Fóru hátíðahöldin öll mjög vel og virðulega fram. 2) Áramótafagnaður var haldinn á vegum stúdentaráðs að Hótel Borg. Var þar mikill fjöldi gesta saman kominn og skemmtu menn sér lengi nætur. Gísli Jónsson cand. mag. flutti þar áramótaræðu og skemmtiatriði voru. Fór fagnaður þessi fram með miklum sóma, og var almenn ánægja ríkjandi með hann. 3) Kvöldvökur vom haldnar á starfsárinu, þar á meðal ein kvöld- vaka ásamt Stúdentafélagi Reykjavíkur í Sjálfstæðishúsinu. Síðasta vetrardag efndi stúdentaráð til hófs mikils að Hótel Borg, sem tókst prýðilega í hvívetna. Það kvöld sá ráðið enn fremur um kvöld- vöku í Útvarpinu. Önnuðust stúdentar hana að mestu leyti, meðal annars komu þar fram 4 ungir háskólaborgarar, er lásu eftir sig kvæði og sögur. Þótti það nýbreytni með ágætum. Að hinu leytinu má geta þess, að erfitt var að fá húsnæði fyrir dansleiki og kvöldvökur, eftir að vínbannið komst á. Var þá erfitt um vik og nær illkleift að halda skemmtanir. Við það minnkaði stór- um einn aðaltekjuliður ráðsins, en þó skilar fráfarandi ráð um 1300 króna hagnaði, eins og sjá má af reikningum gjaldkera. Bókmenntakynning. Á fundi í stúdentaráði hinn 25. febr. 1953 bar Bragi Sigurðsson fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd fulltrúa Vöku- manna í ráðinu: Stúdentaráð samþykkir á fundi sínum 25. febr. 1953 að taka upp sem fastan þátt í menningar- og félagslífi stúdenta sérstakar kvöld- vökur í hátíðasal Háskólans. Á þeim fer fram sem höfuðþáttur kynn- ing á verkum og lífi hinna mestu höfuðsnillinga og andans manna íslenzkra. Verði að minnsta kosti hin fyrsta þessara kvöldvakna haldin í vetur og verði hún helguð einu hinna mestu stórmenna and- ans, Einari Benediktssyni. Verði eftir því sem henta þykir komið við stuttum þáttum tónlistar milli hins talaða máls. Verði þegar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.