Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 122

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 122
120 sendingu og ráðstöfun á lýsinu eftir 25. febrúar, gerði hann án nokk- urs umboðs frá stúdentaráði og hefur því ráðstafað verulegum f jár- verðmætum ráðsins í algeru heimildarleysi, og þessar ráðstafanir hljóta að hafa verið gerðar gagnstætt betri vitund, þar sem Bogi sat umræddan stúdentaráðsfund. Sú staðhæfing Boga virðist vera á algerum misskilningi byggð, er hann segir á fundi 25. febr., „að sér hafi verið falið að sjá um ráð- stöfun og sendingu lýsisins“, og er hann segir á fundi 23. marz, „að sér hefði verið falið að sjá um söfnun og sendingu lýsins hinn 10. des. s.l.“, og ennfremur, er hann segir á sama fundi, „að samþykkt hafi verið í ráðinu, að sú stofnun annaðist flutning á lýsinu“, en þar á hann við I. S.R. Fundargerðir ráðsins og önnur gögn, sem ég hef í höndum, bera það ekki með sér, að hin tilgreindu ummæli hafi við nokkur rök að styðjast. Varðandi afskipti Boga Guðmundssonar stud. oecon., af framan- greindu máli virðast mér eftirgreindir þættir ámælisverðir: 1. Það kemur víða fram í málinu, að Bogi hafi átt bréfaskipti við I. S. R. eða I. U. S. varðandi málefni stúdentaráðs. í fyrsta lagi ættu slík bréfaskipti að falla undir verksvið utanríkisritara með vit- und stjórnarinnar eða a. m. k. formanns, enda eðlilegast, að öll bréf stúdentaráðs séu aðallega undirrituð af formanni ásamt meðundir- ritun ritara (eftir atvikum aðalritara eða utanríkisritara). Ef út af þessari reglu er brugðið, þyrftu aðrir ráðsmenn að hafa sérstakt umboð til undirritunar. í öðru lagi er það mjög vítavert, að bréfa- skipti þessi hafa ekki komizt í bréfasafn stúdentaráðs. 2. Bogi Guðmundsson sendi Ríkisútvarpinu frétt án heimildar á þann veg, að starfsmenn útvarpsins höfðu fulla ástæðu til að ætla, að heimild fréttarinnar stafaði frá réttri yfirstjórn ráðsins. 3. Þrátt fyrir það, þótt stúdentaráð hafi samþykkt hinn 25. febr. að fá S. Þ. til að annast flutning lýsisins til Indlands, og ákveðnum ráðsmanni falin afgreiðsla þess máls, þá gerist Bogi Guðmundsson óbeðinn erindreki og sendi lýsið í heimildarleysi til I. S.R í Prag, enda þótt meirihluti ráðsins hafi sérstaklega tekið afstöðu gegn þeirri stofnun. 4. Engar fréttir hafa borizt til stjórnar stúdentaráðs um afdrif lýsisins, og ekki er stjórninni kunnugt um, að Bogi hafi gert reka að því að kanna þetta atriði. Ég gat þess hér að framan, að ekki verður séð á gögnum stúd- entaráðs, að vátryggingargjöld hafi verið greidd af farminum. Ef svo hefur verið, að farmurinn hafi verið sendur óvátryggður, verð- ur það að teljast stórkostleg óvarkárni. Þau atriði, sem ég hef drepið á hér að framan undir liðum 1.—4.,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.