Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Page 11
9
s. á. menntamálaráðherra Sovét-Rússlands, frú Furtseva. 1
sept. s.l. kom í heimsókn Ben Gurion forsætisráðherra fsraels.
Var Háskólanum hin mesta sæmd að heimsókn þessara ágætu
gesta.
Bæði háskólaárin hafa margir merkir erlendir gestir flutt
hér fyrirlestra. Fyrra árið fluttu t. d. fyrirlestra próf. Ger-
hard M. Gerhardsen frá norska verzlunarháskólanum í Bergen,
próf. Franz From frá Kaupmannahafnarháskóla og sendiherra
Kanada hér á landi, Dr. Robert McKay. Af fyrirlesurum síð-
ara árið má nefna próf. Hans Kuhn frá Kiel, próf. Robert Jen-
nings frá Cambridge, próf. Trygve Oleson frá Winnipeg, dr.
Joseph Cremona frá Cambridge, dr. Pierre Halleux frá háskól-
anum í Liége, prófessor Stanislaw Helsztynski frá Varsjár-
háskóla og próf. Stephan Hurwitz frá Kaupmannahafnar-
háskóla.
Hinn 12.—25. júlí 1962 var haldið fjölþjóðlegt þing
náttúrufræðinga hér í Háskólanum með styrk frá vísinda-
deild Atlantshafsbandalagsins. Buðu Háskóli Islands og Nátt-
úrugripasafn Islands til þessarar ráðstefnu, en helzti frum-
kvöðull og forseti ráðstefnunnar var próf. Áskell Löve við
Montreal-háskóla, er vann að málinu af dugnaði og atorku.
Um undirbúning ráðstefnunnar var einnig fjallað af hálfu
menntamálaráðuneytis, er styrkti ráðstefnuna á ýmsan hátt.
Ráðstefnuna sóttu 38 menn frá 10 þjóðum, og voru þar flutt
mörg merk erindi, og miklar umræður fóru fram. Rannsóknar-
leiðangrar voru og farnir í tengslum við hana. Það er almælt,
að þessi ráðstefna hafi tekizt mjög vel og verið öllum þeim
til ánægju og sæmdar, sem að henni stóðu. Þetta þing má
telja merkan viðburð, þar sem það er fyrsta raunvísindaráð-
stefna manna úr mörgum þjóðlöndum, sem hér er haldin. Er
það von mín, að margar ráðstefnur muni nú á eftir fylgja.
Er land vort að verða heppilegur vettvangur slíkra þinga,
ekki sízt þeirra, er vísindamenn frá austri og vestri sækja.
Er Háskólanum ánægja að hafa getað stuðlað að þessari ráð-
stefnu með nokkrum hætti, og ráðstefnan hefir örugglega
örvað áhuga manna og skilning á því hér á landi, hversu mik-
2