Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Page 15
13
datar sýna með þessu móti. Fátt metur Háskólinn meir en
vináttu og tryggð brautskráðra kandídata sinna og annarra
háskólamanna, og er það mikið verkefni að treysta sem mest
tengsl Háskólans við kandídata og yfirleitt stéttir háskóla-
manna á landi hér.
Með bréfi 14. nóv. 1961 tilkynnti Ingólfur Jónsson samgöngu-
málaráðherra Háskólanum, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að
afhenda Háskólanum til eignar og umráða hús Loftskeyta-
stöðvarinnar, er stendur á lóðarsvæði því, er borgarstjóri f. h.
borgarráðs Reykjavíkur afhenti Háskólanum á afmælishátíð
1961. Metur Háskólinn mikils þessa gjöf og atbeina hæstvirts
samgöngumálaráðherra í því sambandi, en hús þetta mun
koma sér vel fyrir starfsemi Háskólans.
Á afmælishátíð Háskólans skýrði menntamálaráðherra frá
því, að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir því, að rannsóknar-
stofnun í íslenzkum fræðum yrði komið á fót í tengslum við
Háskólann. Höfðu heimspekideild og háskólaráð samið tillög-
ur um slíka stofnun, og var það meðal afmælisóska Háskólans,
að veitt yrðu fyrirheit um stofnunina. Síðar var samið laga-
frumvarp um hana, er ríkisstjórn flutti, og afgreiddi Alþingi
það vorið 1962, sbr. lög nr. 36, 18. apríl 1962 um Hand-
ritastofnun íslands. Forstöðumaður stofnunarinnar á jafn-
framt að vera prófessor við heimspekideild, en stjórnarnefnd
er skipuð forstöðumanni, landsbókaverði, þjóðminjaverði, þjóð-
skjalaverði og þremur mönnum, er háskólaráð kýs. Embætti
forstöðumanns Handritastofnunar hefir nú verið veitt dr. Ein-
ari Ól. Sveinssyni prófessor. Umsækjendur voru fjórir. Óska
ég próf. Einari til hamingju með þetta nýja og mikilvæga emb-
ætti og fagna því jafnframt, að hann er eftir sem áður starfs-
maður Háskólans. Eru miklar vonir bundnar við rannsóknar-
starfsemi þessarar nýju stofnunar, og er það mikið happ fyrir
hana, að svo ágætur og kunnur vísindamaður sem dr. Einar
er hefir valizt þar til forustu.
Ég vil svo ljúka þessum þætti máls míns með því að skýra
frá því, að hæstvirt ríkisstjórn hefir sýnt Háskólanum þá
miklu vinsemd og þann skilning á þörfum hans, að teknar