Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Síða 21
19
könnuð til hlítar með víðtækri félagslegri rannsókn, og ekki
síður hitt, hvernig kandídatar hér á landi dreifast á háskóla-
greinar, samanborið t. d. við hin Norðurlöndin. Lausleg at-
hugun virðist benda til þess, að lögfræðingar og viðskipta-
fræðingar séu hlutfallslega mun fjölmennari hér en annars
staðar á Norðurlöndum, en sérfræðingar í náttúruvísindum,
landbúnaðarfræðum og ýmsum tæknifræðum séu hlutfallslega
fámennari en t. d. í Noregi. Eitt af því, sem sérkennir háskóla-
menntir Islendinga, er það, að u. þ. b. þriðjungur allra manna,
er ljúka kandídatsprófi, sækja kennslu til erlendra háskóla.
Er það miklum mun hærri tala en í nokkru landi Vestur-
Evrópu. Er mikil þörf á að kanna, hvort rétt sé að halda
þeirri stefnu, eða hitt sé heldur, að kennslugreinum verði
fjölgað hér við Háskólann, t. d. þannig að byrjað sé með und-
irbúningskennslu, er miðuð sé við svo sem 2 ára námsdvöl hér.
Reynsla sú, sem fengizt hefir af verkfræðikennslu og kennslu
í lyfjafræði lyfsala hér á landi, gefur slíkum hugmyndum byr
undir vængi.
Við þá stórfelldu uppbyggingu Háskólans, sem þörf er á,
verður að meta nauðsynina á auknu starfsliði háskóladeilda
og háskólastofnana. Deildir Háskólans hafa að undanförnu
samkvæmt ósk háskólaráðs samið áætlanir um þörf á auknu
starfsliði við kennslu og rannsóknir næsta áratuginn, en há-
skólaráð mun síðan meta þær áætlanir og gera tillögur til
ríkisvaldsins um, í hvaða röð sé heppilegast, miðað við hagi
skólans, að þörfunum sé fullnægt. Slíkar áætlanir hafa hvar-
vetna þótt til bóta bæði fyrir háskóla og fjárveitingarvald.
Þörfin á starfsliði Háskólans veltur ekki sízt á því, hvem
hlut ætla eigi Háskólanum í rannsóknarstarfsemi á næstunni,
en tenSsl Haskólans við rannsóknarstofnanir er mál, sem at-
hugað hefir verið að undanförnu og er enn í athugun.
Við heildstæðar tillögur um uppbyggingu Háskólans verður
athyglin að beinast meir að stúdentunum sjálfum en orðið er.
Það er eitt brýnasta verkefni hvers skóla að stuðla eftir föng-
um að þvi að leysa félagslegan vanda stúdenta með húsnæði
og fæði og heilbi igðisþjónustu, og skapa þeim góða aðstöðu