Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Side 23
21
semi. Ég tel fyllilega tímabært, að efnt verði til vísindaþings,
þar sem vísindamennirnir sjálfir kynni þá starfsemi, sem hér
fer fram, og ræði vanhagi vora í slíku starfi. Slík þing þyrfti
að halda alltaf öðru hvoru, til úttektar á störfum vorum og
til gagnrýni á því, sem miður fer hjá oss sjálfum og öðrum.
Vér þörfnumst hóflegrar, málefnalegrar gagnrýni í vísindaleg-
um efnum og öruggrar viðmiðunar við aðrar þjóðir.
Ég lýk máli mínu með því að þakka ánægjulegt samstarf
við hæstvirta ríkisstjórn, og einkum þá tvo ráðherra, er ég
hefi átt mest skipti við, hæstvirtan menntamálaráðherra og
hæstvirtan fjármálaráðherra. Ég þakka háttvirtu Alþingi fyr-
ir glöggan skilning á þörfum Háskólans. Ég þakka fyrir
ánægjulega samvinnu við háskólaráðsmenn og aðra samkenn-
ara mína, svo og prýðilegt samstarf við háskólastúdenta. Megi
heill og gifta fylgja háskóla vorum.
Ég óska yður öllum árs og friðar.
Að lokinni ræðu rektors söng Dómkórinn og frú ÞuríÖur
Pálsdóttir lög úr hátíðarkantötu við Ijóð eftir Davíð Stefáns-
son frá Fagraskógi undir stjórn tónskáldsins, dr. Páls Isólfs-
sonar. Síðan söng tvöfaldur kvartett háskólastúdenta undir
stjórn Sigurðar Markússonar nokkur stúdentalög. Þá ávarpaði
rektor nýstúdenta með þessum orðum:
Kæru nýstúdentar.
öldum saman hefir sá siður tíðkazt, að háskólar eða ein-
stakar háskólastofnanir fagni nýjum stúdentum í upphafi há-
skólaárs, veiti þeim borgarabréf, bjóði þá velkomna í vé sín
°g árni þeim gæfu og gengis á háskólaferli sínum. Sums stað-
ar í löndum eru þessar fagnaðarhátíðir íburðarmiklar og hlíta
fornum siðvenjum. Við háskóla vorn hafa slíkar venjur ekki
náð rótfestu, og raunar er það miður yfirleitt, hversu lítið
kveður að hefðbundnum venjum í félagslífi stúdenta og há-
skólalífi voru. Frá öndverðu hefir það þó tíðkazt við háskóla
vorn, að rektor ávarpi nýstúdenta og afhendi þeim borgara-
bféf sín. Þessum sið vil ég ekki bregða né hinu, að nýstúd-