Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Page 24

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Page 24
22 entar komi fyrir rektor og staðfesti þau heit að virða lög og reglur Háskólans og óskráðar akademískar venjur. Slík tryggðamál ættu að vera báðum til trausts og halds, Háskól- anum og háskólaborgaranum unga. Flestir yðar, nýstúdentar, komið beina leið og áfangalaust frá skólum þeim, er rétt hafa til að brautskrá stúdenta. Þér hafið því eigi reynslu af háskólanámi né háskólalífi. Háskóli Islands og menntaskólarnir eru reistir á næsta mismunandi kennslukerfi og kennslutilhögun. I menntaskólunum er nám allt bundið, bæði um námsefni og tímasókn. Hér í Háskólan- um ríkir frjálsræði í vali höfuðnámsgreina og sérstaklega er þess að geta, að mönnum er i flestum deildum ekki skylt að sækja fyrirlestra, þótt ýmiss konar aðhald sé skapað í háskólareglugerð. Ýmsum hefir orðið hált á þessum mikla mun, sem er á menntaskólum og Háskólanum, og hafa ekki fyllilega skilið frjálsræðið og ekki þolað það. Ég er raunar þeirrar skoðunar, að það sé brýnt verkefni að brúa þetta bil með eðlilegra hætti en nú er gert, þótt það verði ekki reifað hér. Hitt skiptir öllu máli, að þér, nýstúdentar, gerið yður þess fulla grein, hver grundvallarmunur er hér á og að yður skiljist, að með því kerfi, sem Háskólinn býr við, er yður sýndur mikill trúnaður — meiri trúnaður en nokkur annar skóli íslenzkur sýnir nemendum sínum. Þessir kennsluhættir eru bein traustsyfirlýsing til stúdenta Háskólans og jafnframt höfða þeir til ábyrgðarkenndar þeirra. Stúdentar hafa yfirleitt sýnt, að þeir eru þessa trausts maklegir, og mér er ánægja að geta skýrt yður frá því, að ég tel af langri viðkynningu við stúdenta Háskólans, að þeir hafi aldrei stundað nám sitt af jafnmiklu kappi og verið jafnreglusamir og hin síðustu ár. Nú eru skýr tímamót á menntunarferli yðar, nýstúdentar. Þér hafið þegar aflað yður staðgóðrar almennrar menntunar, vanizt námstækni og vonandi tamið yður hollar námsvenjur. Háskólanám lýtur að ýmsu leyti öðrum lögmálum en nám i menntaskólunum. Það gerir meiri kröfur til sjálfstæðrar vinnu, frumkvæðis, íhygli og gagnrýnna viðhorfa en það nám, er þér hafið vanizt til þessa. Allt háskólanám krefst einbeit-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.