Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Blaðsíða 24
22
entar komi fyrir rektor og staðfesti þau heit að virða lög
og reglur Háskólans og óskráðar akademískar venjur. Slík
tryggðamál ættu að vera báðum til trausts og halds, Háskól-
anum og háskólaborgaranum unga.
Flestir yðar, nýstúdentar, komið beina leið og áfangalaust
frá skólum þeim, er rétt hafa til að brautskrá stúdenta. Þér
hafið því eigi reynslu af háskólanámi né háskólalífi. Háskóli
Islands og menntaskólarnir eru reistir á næsta mismunandi
kennslukerfi og kennslutilhögun. I menntaskólunum er nám
allt bundið, bæði um námsefni og tímasókn. Hér í Háskólan-
um ríkir frjálsræði í vali höfuðnámsgreina og sérstaklega er
þess að geta, að mönnum er i flestum deildum ekki skylt
að sækja fyrirlestra, þótt ýmiss konar aðhald sé skapað í
háskólareglugerð. Ýmsum hefir orðið hált á þessum mikla
mun, sem er á menntaskólum og Háskólanum, og hafa ekki
fyllilega skilið frjálsræðið og ekki þolað það. Ég er raunar
þeirrar skoðunar, að það sé brýnt verkefni að brúa þetta
bil með eðlilegra hætti en nú er gert, þótt það verði ekki
reifað hér. Hitt skiptir öllu máli, að þér, nýstúdentar, gerið
yður þess fulla grein, hver grundvallarmunur er hér á og að
yður skiljist, að með því kerfi, sem Háskólinn býr við, er yður
sýndur mikill trúnaður — meiri trúnaður en nokkur annar
skóli íslenzkur sýnir nemendum sínum. Þessir kennsluhættir
eru bein traustsyfirlýsing til stúdenta Háskólans og jafnframt
höfða þeir til ábyrgðarkenndar þeirra. Stúdentar hafa yfirleitt
sýnt, að þeir eru þessa trausts maklegir, og mér er ánægja
að geta skýrt yður frá því, að ég tel af langri viðkynningu
við stúdenta Háskólans, að þeir hafi aldrei stundað nám sitt
af jafnmiklu kappi og verið jafnreglusamir og hin síðustu ár.
Nú eru skýr tímamót á menntunarferli yðar, nýstúdentar.
Þér hafið þegar aflað yður staðgóðrar almennrar menntunar,
vanizt námstækni og vonandi tamið yður hollar námsvenjur.
Háskólanám lýtur að ýmsu leyti öðrum lögmálum en nám i
menntaskólunum. Það gerir meiri kröfur til sjálfstæðrar vinnu,
frumkvæðis, íhygli og gagnrýnna viðhorfa en það nám,
er þér hafið vanizt til þessa. Allt háskólanám krefst einbeit-