Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Qupperneq 26

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Qupperneq 26
24 sjálfstæða, skapandi menn. Á Háskóla vorum hvílir sú mikla ábyrgð að búa yður sem bezt undir lífið, þar sem yður er ætlað það hlutverk að fást við ýmiss konar sérfræðileg verkefni. Við þann undirbúning skiptir það miklu máli, að menn venj- ist hollu félagslífi og taki eðlilegan þátt í því, og ég tel, að það sé eitt brýnasta verkefni Háskólans nú að stuðla að miklu átaki um bætta aðstöðu stúdenta til félagslegra iðkana. Há- skólinn hlýtur einnig að telja það skyldu sína að orka á mót- un persónuleika yðar, brýna fyrir yður háttvísi og siðfágun, reglusemi og vandvirkni og sýna fram á, að „sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, sé hjartað ei með, sem undir slær“. Það er „hjartans, andans og viljans menning", sem hér á að ráða ríkjum og móta allt far vort. Þér hafið síðustu vikurnar staðið andspænis einum mesta vanda lífs yðar og örlagaríkustu ákvörðun — þeirri að velja yður háskólagrein. Háskólinn hefir nú veitt yður viðtöku, og í dag fáið þér í hendur hinn táknræna lykil að skólanum, háskólaborgarabréfið. En hyggilegt er að skyggnast um, gera sér sem fyrst grein fyrir heppilegri námstækni og temja sér hagkvæm vinnubrögð, virða fyrir sér lögmál sérnámsins og taka vel góðum ráðum og leiðbeiningum kennara og annarra, sem reynslunni eru ríkari. Kennarar Háskólans eru fúsir á að ráða yður námsráð, og það er á ýmsan hátt þroskasamlegt að stunda háskólanám við lítinn háskóla, þar sem tengsl stúd- enta og kennara eru jafnnáin og traust sem hér — þar sem bölvun stærðarinnar eða stórleikans malar menn ekki, svo að notuð séu orð Brandeis hæstaréttardómara. Ég el þá von, að þér komið hingað með hugarfari fræðilegrar hnýsni og for- vitni, þeirrar miklu sálrænu uppsprettu vizku og uppgötvana. Neytið allra færa til að svala þeirri forvitni, haldið ótrauðir á bratta háskólaáranna — og horfið fram, en ekki aftur á göngu yðar á Helgafell Háskólans. Minnizt orða Þorsteins Erlingssonar: „því sá sem hræðist fjallið og einatt aftur snýr, fær aldrei leyst þá gátu, hvað hinum megin býr“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.