Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Síða 32
30
flókin samsetning og ofljóst í dróttkvæðum og málaralist Pi-
cassos“.
Ásgeir Þorsteinsson verkfræðingur, formaður Rannsóknar-
ráðs ríkisins, flutti sunnudagsfyrirlestur 5. maí 1963 um Rann-
sóknarráð ríkisins, sögulegt yfirlit og fyrirætlanir.
Erlendir fyrirlestrar.
Prófessor, dr. Carlo Schmid frá Bonn flutti fyrirlestur í
hátíðasal 13. marz 1963, er hann nefndi „Der Europáische
Mensch — eine geistesgeschichtliche Analyse".
Bandaríska tónskáldið Henry Cowell, prófessor við Colum-
bia-háskólann í New York, flutti fyrirlestur 22. marz 1963:
„Músik meðal þjóða heimsins“.
Prófessor Christen T. Jonassen frá ríkisháskóla Ohio-ríkis
dvaldist hér á landi í apríl 1963 með styrk frá Fulbright-stofn-
uninni og flutti fyrirlestra og hélt seminör um félagsfræðileg
efni, þ. á m. stöðu f jölskyldunnar í nútíma þjóðfélagi.
Dósent frú Áse Gruda Skard frá Óslóar-háskóla flutti fyrir-
lestur 3. maí 1963, sem fjallaði um hin ýmsu skeið á þroska-
ferli barnsins.
Ritari mannréttindanefndar Evrópuráðsins, Mr. McNulty,
flutti fyrirlestur í boði lagadeildar 4. júní 1963, sem nefndist
„The European Convention of Human Rights, the Commis-
sion of Human Rights at Work“.
Valdimar Líndal dómari frá Winnipeg flutti fyrirlestur í
hátíðasal 13. júní 1963, sem nefndist „Stjórnarlög Nýja-Is-
lands. Aðrar skyldar íslenzkar erfðir“.
Sir George Pickering flutti fyrirlestur í boði læknadeildar
29. júní 1963, sem nefndist „Artherial thrombosis and embol-
ism“.
Efnahagsmálaráðherra Dana, próf. dr. oecon. Kjeld Philip,
flutti fyrirlestur 5. júli 1963 um afleiðingar aukinnar efna-
hagssamvinnu í Evrópu.
Prófessor Ture Johannisson frá Gautaborg flutti fyrirlestur
22. júlí 1963, sem nefndist „Nágra utvecklingstendenser i nu-
tida svenska“.