Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Qupperneq 35
33
Hinn 21. marz 1963 lýsti háskólaráð yfir því, að það væri
reiðubúið að láta Handritastofnun Islands í té lóð á lóðasvæði
Háskólans, ef að því ráði yrði horfið að reisa sérstaka bygg-
ingu fyrir hana.
Hinn 30. marz 1963 voru þeir Jónas Kristjánsson, cand. mag.,
skjalavörður, og Ólafur Halldórsson, cand. mag., lektor, skip-
aðir aðstoðarmenn við Handritastofnun. Tvær styrkþegastöður
voru og skipaðar sumarið 1963.
Handritastofnun er til húsa í Landsbókasafni til bráða-
birgða. Þegar hún hóf starf sitt, var handritanefnd Háskólans
lögð niður.
Raunvísindastofnun Háskólans.
Um upphaf og forsögu Raunvísindastofnunar vísast til Ár-
bókar Háskólans 1961—1962, bls. 116—119. Sérfræðinganefnd
sú, er undirbjó tillögur að stofnuninni, hélt áfram starfi sínu
að ósk rektors, og voru hugmyndir hennar kynntar ríkisstjórn.
Með bréfi frá 26. okt. 1962 heimilaði menntamálaráðherra að
hefja undirbúning að því að koma á fót stofnuninni, þ. á m.
að byrja á teikningum að byggingu fyrir hana. Hinn 6. des.
s. á. kaus háskólaráð byggingarnefnd, er annast skyldi undir-
búning byggingaframkvæmda og standa fyrir framkvæmdum.
Þessir menn voru kosnir i nefndina: Próf. Þorbjörn Sigurgeirs-
son, formaður, K. Guðm. Guðmundsson dósent, Jóhannes Zoega
hitaveitustjóri, Loftur Þorsteinsson prófessor og Steingrímur
Jónsson fyrrv. rafmagnsstjóri. Þá var ennfremur kosin sér-
fræðileg ráðgjafamefnd. 1 hana voru kosnir prófessorarnir
dr. Leifur Ásgeirsson, Magnús Magnússon, dr. Steingrímur
Baldursson, dr. Trausti Einarsson, Þorbjörn Sigurgeirsson, svo
°g dr. Gunnar Böðvarsson.
Hinn 31. jan. 1963 var ákvörðuð staðsetning á fyrsta áfanga
1 byggingu Raunvísindastofnunar. Skyldi það hús standa á
næstu lóð fyrir sunnan samkomuhús Háskólans. Jafnframt
voru ráðnir arkitektar þessa byggingaráfanga húsameistararn-
lr Sigvaldi Thordarson og Skarphéðinn Jóhannsson.
5