Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Page 39
37
Almennur prófessorafundur
var haldinn að frumkvæði rektors hinn 17. apríl 1963. Voru
þar rædd ýmis málefni Háskólans.
Skipulag á jarðeðlisfræðilegum rannsóknum.
Nefnd, er verkfræðideild kaus, gerði tillögur til Háskólans
um ofangreint mál. Skipuð var nefnd af hálfu háskólaráðs
til að fjalla um tillögurnar. Áttu sæti í henni þeir próf. Þor-
björn Sigurgeirsson, próf. Ólafur Björnsson, dr. Gunnar Böðv-
arsson og Páll Flygenring verkfræðingur. Menntamálaráð-
herra skipaði formann nefndarinnar Árna stjórnarráðsfulltrúa
Gunnarsson. Nefndin skilaði tillögum til háskólaráðs, og studdi
háskólaráð framgang þeirra. Voru þær síðan sendar mennta-
málaráðherra sumarið 1963.
Tónlistarnefnd.
1 hana voru kosnir af háifu háskólaráðs til eins árs dr.
Jakob Benediktsson, dr. Róbert Ottósson og próf. dr. Stein-
grímur J. Þorsteinsson.
Nefnd til könnunar á skilyrðum til vísindalegra starfa og skipu-
lagningar á þátttöku Háskólans í erlendu vísindasamstarfi.
Hinn 31. jan. 1963 samþykkti háskólaráð eftirfarandi álykt-
un: „Háskólaráð ályktar að kjósa þriggja manna nefnd há-
skólakennara til að kanna þátttöku Islands í alþjóðlegu vís-
indastarfi, þ. á m. um inngöngu íslands í UNESCO, hluttöku í
vísindalegu samstarfi á vegum Evrópuráðs, Efnahagsbandalags
Evrópu og Atlantshafsbandalagsins o. fl. Einnig er það verkefni
nefndarinnar að kanna skipulega kosti íslendinga á styrkjum
til vísindalegs náms og rannsókna og athuga möguleika á að
koma á fót upplýsingamiðstöð um það efni hér á landi. Nefnd-
m skili greinargerð og tillögum til háskólaráðs.“ Kosnir voru
1 nefnd þessa prófessorarnir dr. Þórir Kr. Þórðarson, dr.
Hreinn Benediktsson og Magnús Magnússon.