Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Síða 40
38
Nefnd til skipulagningar námskeiða fyrir liáskólastúdenta
í tungu og bókmenntum Norðurlanda.
Af hálfu háskólaráðs var dósent dr. Finnbogi Guðmundsson
kjörinn í nefnd þessa.
Bókasafnsnefnd.
Á grundvelli greinargerðar, er rektor lagði fyrir háskólaráð
um skipulagsmál Háskólabókasafns, var gerð eftirfarandi sam-
þykkt í háskólaráði 7. febr. 1963:
„Háskólaráð ályktar að kjósa bókasafnsnefnd, sem skipuð
sé einum manni frá hverri deild. Nefndin sé kosin til eins árs.
Nefndin kjósi sér formann.
Nefndin skal fjalla um skipulagsmál Háskólabókasafns, gera
athuganir á húsnæðisþörf safnsins og setja fram tillögur um
sérlestrarsali fyrir stúdenta. Þá skal hún einnig kanna þörf
bókasafnsins á auknu starfsliði. Nefndin athugi að nýju þær
hugmyndir, sem uppi hafa verið um sameiningu Landsbóka-
safns og Háskólabókasafns og setji fram sjónarmið sín um það
efni til háskólaráðs.
Nefndin geri tillögur til háskólaráðs um skiptingu þess fjár
milli háskóladeilda, sem til Háskólabókasafns er veitt á fjár-
lögum, svo og um það, hve mikill hluti þess fjár gangi til sam-
eiginlegra þarfa safnsins.
Nefndin skal ennfremur gera tillögur til háskólaráðs um það,
hvernig bókakaup innan deilda verði skipulögð. Þær tillögur
verði síðan lagðar fyrir deildir.
Bókasafnsnefnd starfi í náinni samvinnu við háskólabóka-
vörð um framangreind málefni og önnur þau málefni Háskóla-
bókasafns, sem nefndin telur rétt að fjalla um.“
1 bókasafnsnefnd voru kjörnir prófessorarnir Guðlaugur
Þorvaldsson, dr. Guðni Jónsson, Jón Steffensen, Magnús Már
Lárusson, Magnús Magnússon og Magnús Þ. Torfason.
Nefndin kaus próf. Magnús Má Lárusson formann sinn.
Skilaði bókasafnsnefnd áliti um ýmis þau atriði, er að fram-
an greinir, svo og tillögum um skiptingu fjár til bókakaupa