Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Síða 41
39
milli háskóladeilda. Staðfesti háskólaráð síðastgreindar til-
lögur.
Háskólareglugerð.
Gerðar voru breytingar á reglugerðarákvæðum varðandi
nám í verkfræðideild, sbr. reglugj. nr. 62, 30. marz 1963. Eru
breytingarnar prentaðar á bls. 111.
Þá var gengið frá reglugerðarbreytingu, er varðar tölu pró-
fessorsembætta í læknadeild, til samræmis við áorðnar breyt-
ingar. Ennfremur voru þar sett sérákvæði um prófessorsemb-
ætti í tannlæknisfræði. Sbr. rgj. nr. 76, 11. okt. 1963, sem
prentuð er á bls. 112.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum
um Happdrætti Háskólans.
Stjórn happdrættisins samdi frumvarp þetta ásamt greinar-
gerð, er háskólaráð féllst á. 1 frv., er rikisstjórnin flutti síðan,
var heimilað að stofna til nýs flokks hlutamiða, B-flokks, er
tengist við þau númer, sem heimilt er að gefa út samkv. fyrri
ákvæðum um númerafjölda í happdrættinu, sbr. síðast lög
nr. 74, 3. des. 1960. Þá var happdrættinu ennfremur heimilað
að taka í sínar hendur útsölu hlutamiða. Frv. þetta var sam-
Þykkt á Alþingi, sbr. lög nr. 14, 20. apríl 1963, prentuð á bls.
110. Lög nr. 44, 19. júní 1933, um stofnun happdrættis fyrir
ísland, voru síðan gefin út ásamt áorðnum breytingum, og
eru heildarlög um þetta efni nú lög nr. 86, 31. des. 1963.
Háskólaráð freistaði þess að fá niður felldan eða lækkaðan
sérleyfisskatt á happdrættinu, sem ávallt hefir numið 20% af
skírum tekjum, en það tókst ekki.
Frumvarp til laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna.
1 umsögn háskólaráðs um ofangreint frumvarp var m. a.
lýst þeirri skoðun, að æskilegt sé að tengslum Háskólans við
rannsóknarstarfsemi í þágu atvinnuveganna verði ekki slitið
að fullu, og að háskólaráð muni óska þess, að arður af happ-