Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Qupperneq 43
41
ERINDISBRÉF
byggingarnefnda, sem kosnar eru af hásTcólaráði.
1. Byggingarnefndir eru trúnaðarnefndir háskólaráðs.
2. Verksvið byggingarnefnda er að gera tillögur til háskóla-
ráðs um staðsetningu byggingar og ráðningu arkitekta,
en háskólaráð ræður þeim málum endanlega til lykta, og
er þá ekki bundið við tillögur byggingarnefnda. Bygg-
ingarnefnd fjallar um teikningu byggingar ásamt sérfræð-
inganefnd, sem kosin kann að vera. Síðan sé gerð ítar-
leg kostnaðaráætlun um byggingu eða byggingaráfanga
og sé kostað kapps um, að hún sé áreiðanleg í hvívetna
og bindandi, ef tök eru á. Kostnaðaráætlun svo og áætlun
um öflun fjár til byggingar sé lögð fyrir háskólaráð til
samþykktar.
3. Um byggingarframkvæmdir sé þeirri reglu fylgt að bjóða
út einstök verk og framkvæmdir og vanda til útboðslýs-
inga hverju sinni.
4. Lögð sé áherzla á, að teikningar séu tilbúnar, áður en
hafizt er handa um byggingarframkvæmdir, svo að tryggt
sé, að framkvæmdir tefjist ekki fyrir það, að á einstökum
teikningum standi.
5. Tryggja skal örugga umsjón með byggingarframkvæmd-
um, og skal ráða áreiðanlegan, byggingarfróðan umsjón-
armann með byggingu. Umsjónarmaður hafi eftirlit með
vinnu, þ. á m. að menn mæti stundvíslega og vandað sé
til verka. Ennfremur skal umsjónarmaður hafa eftirlit
með efnisútvegunum. Hann skal árita ásamt formanni
byggingarnefndar alla reikninga.
6. Gerð skal í upphafi rækileg vinnu- eða framkvæmdaráætl-
un, svo og um einstaka áfanga í byggingarframkvæmdum.
Byggingarnefnd skal kosta kapps um að fá sem hagkvæm-
ust kjör um kaup á efnivörum til byggingar, eftir atvik-
um með útboði. Ennfremur skal hún kanna möguleika á
að tryggja sér efnivörur fyrirfram, þegar hætta er á
vöruþurrð eða hækkun á verði byggingarefna.
6