Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Page 5
I. STJÓRN HÁSKÓLANS
Rektor Háskólans var prófessor Ármann Snœvarr.
Varaforseti háskólaráðs var prófessor Theódór B. Líndal, en
ritari prófessor Árni Vilhjálmsson.
Deildarforsetar voru þessir:
Prófessor Jóhann Hannesson í guðfræðideild,
Prófessor DavíÖ Davíðsson í læknadeild,
Prófessor Theódór B. Líndál í lagadeild,
Prófessor Ilreinn Benediktsson í heimspekideild,
Prófessor Trausti Einarsson í verkfræðideild,
Prófessor Árni Vilhjálmsson í viðskiptadeild.
Fulltrúi stúdenta var stud. jur. Ellert B. Schram.
II. HÁSKÓLAHÁTÍÐ
Háskólahátíð var haldin í samkomuhúsi Pláskólans fyrsta
vetrardag 26. október 1963, að viðstöddum forseta Islands,
ráðherrum, sendiherrum erlendra ríkja, borgarstjóra, biskupi
Islands og ýmsum öðrum gestum, kennurum og stúdentum.
I upphafi háskólahátíðar var leikinn hátíðamars eftir dr.
Pál Isólfsson, á meðan rektor, háskólaráðsmenn og aðrir kenn-
arar gengu í salinn. Þá söng Dómkirkjukórinn kafla úr hátíða-
ljóðum Davíðs Stefánssonar „Úr útsæ rísa íslands fjöll“ við lag
eftir söngstjórann, dr. Pál ísólfsson.