Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Side 7
5
rannsóknaraðferðum, sem reistar eru á hlutlægum viðmiðun-
um. Slík sannleiksleit er mikil eljanraun og gerir meiri kröfur
til mannlegrar hugarorku, hugkvæmni, gagnrýni, vinnuþreks
og vandvirkni en nokkur önnur hugræn umsýsla. Framfarir og
velgengni mannkyns velta ekki sízt á því, hversu háskólum og
öðrum vísindastofnunum vegnar, og það er félagsleg reynsla,
að þau ríki, sem bezt búa að háskólum og öðrum vísindastofn-
unum, verða einnig í fararbroddi um framleiðslu og framfarir.
Vísindin eru sterkasta aflið í nútímaþjóðfélögum, svo sem nú
er komið þjóðfélagsþróun, og þau ríki, sem viðurkenna ekki
þessi frumsannindi, hljóta að dragast aftur úr og staðna. Is-
lenzkt þjóðfélag á ekki sízt mikið undir því, að visindastarfsemi
sé stórlega efld hér á landi. Hafa ber hugfast, hve sú starfsemi
á sér skamman aldur og hve gífurlega mikil verkefni bíða vís-
indamanna vorra. Ýmislegt af frumrannsóknum, sem leystar
hafa verið af hendi fyrir löngu annars staðar á Norðurlöndum,
bíða enn úrlausnar hér. Vér verðum að gæta þess, að af sjálf-
stæðu ríki er ætlazt til ýmissa vísindalegra framlaga, en þau
framlög skortir alltof oft héðan að heiman. Sjálfstæðið bindur
oss ýmsar skyldur, þ. á m. skyldur við vísindi umheimsins.
Það er dýrt að vera íslendingur, það er kostnaðarsamt að vera
sjálfstætt ríki, og vér verðum að freista þess af fremsta megni
að dragast eigi aftur úr. Oss verður að muna duglega á leið
næstu ár í vísindalegum efnum, ella horfir hér til stöðnunar
og afturfarar. Þessi varnaðarorð vil ég mæla hér í upphafi
máls míns, en hverf nú að því bæði að rifja upp viðburði lið-
ins háskólaárs og líta fram á við af sjónarhóli þess háskólaárs,
sem nú fer í hönd.
n.
Nemendur Háskólans voru u. þ. b. 850 s.l. ár. Á árinu luku
prófi alls 68 kandídatar, 3 í guðfræði, 18 í læknisfræði, 1 í
tannlæknisfræði, 14 í lögfræði, 9 í viðskiptafræði, 1 í íslenzk-
um fræðum, B.A.-prófi luku 10 stúdentar og fyrrahlutaprófi í
verkfræði 12. Nú í haust luku 3 kandídatar prófi, 2 í guðfræði
og 1 meistaraprófi í íslenzkum fræðum. Tala kandídata hefir