Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Page 11
9
úr hinni stórmyndarlegu gjöf Landsbanka fslands sumarið 1961,
er bankinn lagði fram fé í tilefni 75 ára afmælis til þess að
standa straum af dvöl gistiprófessora í viðskiptafræðum í 10 ár.
Var Háskólanum mikill fengur að því, að fyrsti gistiprófessor-
inn skyldi vera prófessor Gerhardsen, sem bæði er ágætur
fræðimaður og er sérfræðingur í þeirri grein hagfræði, fiski-
hagfræði, sem eðli máls samkvæmt er næsta raunhæf hér á
landi. Næsti ^istiprófessor, sem landsbankagjöfin gerir kleift
að bjóða hingað, er prófessor Max Kjær-Hansen frá Kaup-
mannahöfn, og er hann væntanlegur seinna í vetur.
Enn fremur dvaldist hér á landi um sex mánaða skeið gisti-
prófessor við verkfræðideild, dr. Per Bruun, prófessor við Há-
skólann í Florida, og flutti hann fyrirlestra fyrir verkfræðinga
og verkfræðistúdenta um sérgrein sína, sandburð í ám og vötn-
um. Dr. Bruun dvaldist hér á landi með styrk frá Fulbright-
stofnuninni, og er hann annar gistiprófessorinn, sem hér dvelst
við verkfræðideild fyrir atbeina þeirrar stofnunar. Hefir Há-
skólanum verið mikill styrkur að þessum tveimur gistiprófess-
orum og jafnframt að dvöl prófessors Jonassens, sem áður get-
ur. Hélt hann seminör og fyrirlestra í sósíólógíu, einkum fyrir
stúdenta í lögfræði og viðskiptafræði. Var það markverð nýj-
ung í starfsemi Háskólans, þar sem hér var í fyrsta sinn gripið
á viðfangsefnum sósíólógiu, greinar, sem mikil þörf er á að
hefja kennslu í hér við Háskólann jafn skjótt og föng eru á.
Heimsóknir erlendra fyrirlesara hafa vissulega mikið gildi
fyrir kennara og stúdenta og hafa auk þess mikið kynningar-
gildi fyrir háskóla vorn, land og þjóð. Gestir Háskólans dvelj-
ast oftast um viku hér á landi og flytja einn til tvo fyrirlestra.
Virðist mér æskilegt að breyta nokkuð til um störf gistifyrir-
lesara, þannig að sumir hinna erlendu gesta dveldust hér leng-
ur og hefðu semínör og fyrirlestra fyrir stúdenta og í meiri
tengslum við nám þeirra en nú er. Með þeim hætti yrði stúd-
entum meiri not af dvöl hinna ágætu gesta vorra.
2