Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Page 14
12
vælum. Loks er þess að geta, að Haffræðideild Atlantshafs-
bandalagsins hefir veitt stofnuninni styrki til mælinga á tritium
og þungu vatni í sjávarsýnishornum, sem fiskideild Atvinnu-
deildar Háskólans safnar. Er öll þessi fyrirgreiðsla mikils metin.
IV.
Að venju skal nú gefið stutt yfirlit yfir tölu nýskráðra stú-
denta við Háskólann. Er þar skemmst af að segja, að aldrei
hafa jafnmargir stúdentar verið skráðir til náms hér við Há-
skólann sem þetta haust, 297 stúdentar alls. Skiptast stúdentar
svo á deildir og námsgreinir:
Guðfræði .......................... 6
Læknisfræði ...................... 24
Tannlæknisfræði.................... 6
Lyfjafræði lyfsala ............... 10
Lögfræði ......................... 25
Viðskiptafræði ................... 26
Islenzk fræði..................... 11
Islenzka fyrir erlenda stúdenta .. 27
Nám til B.A. prófa............... 111
Forspjallsvísindi ................ 32
Verkfræði ........................ 19
Er það áberandi, hve aðsókn að B.A.-námi hefir stóraukizt,
en hins vegar eru færri stúdentar skrásettir í læknisfræði til-
tölulega en verið hefir að undanförnu.
Skrásettir stúdentar við Háskólann eru nú samtals um 900.
V.
Á háskólahátið er rétt að ganga á sjónarhól Háskólans og
skyggnast um. Sjálfsagt blasir það helzt við sýn, sem til van-
efna og vanhaga horfir, en skylt er einnig að vera skyggn á
hitt, sem góðu gegnir.
Síðan síðasta háskólahátíð var haldin hafa laun prófessora
hækkað nokkuð, en launakjör annarra háskólakennara hafa