Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Side 22
20
félag hefir aldrei verið jafn glöggur og nú á síðustu árum.
Ég lýk máli mínu með því að þakka ánægjulegt samstarf við
hæstvirta ríkisstjórn, og ekki sízt hæstvirta ráðherra mennta-
mála og f jármála, sem Háskólinn á mest skipti við, og ég þakka
Alþingi fyrir stuðning við Háskólann. Ég þakka háskólaráðs-
mönnum og öðrum háskólakennurum ánægjulega samvinnu og
ég þakka ágætt samstarf við Stúdentaráð og stúdenta alla. Ég
sendi foreldrum og forráðamönnum stúdenta hvarvetna á landi
hér kveðjur Háskólans.
Vér hefjum þetta háskólaár bjartsýn og vonglöð, í fullu
trausti þess, að heiil og gifta fylgi starfsemi Háskólans á
háskólaárinu.
Ég óska yður öllum árs og friðar.
Að lokinni ræðu rektors söng StúcLentakórinn undir stjórn
Siguröar Markússonar nokkur stúdentalög, og síðan söng Krist-
inn Hallsson nokkur lög við undirleik dr. Páls lsólfssonar tón-
skálds.
Þá ávarpaði rektor nýstúdenta með þessum orðum:
Kæru stúdentar.
Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Háskólinn brautskráði nær-
fellt 70 kandídata síðasta háskólaár. I dag fagnar Háskólinn
því, að aldrei hafa jafnmargir stúdentar látið skrá sig til
náms sem nú í haust, framt að 300. Vissulega eruð þér öll
aufúsugestir innan vébanda skólans. Verið hjartanlega vel-
komin.
Sífellt vistast hér nýir árgangar af æskufólki, glöðu, fróð-
leiksfúsu, sókndjörfu og bjartsýnu. Þetta sístreymi æskufólks
að háskóla vorum veldur því, að Háskólinn er réttnefndur borg
hinnar eilífu æsku. Er það heillandi verkefni að vera kennari
hér og vera ávallt í tengslum við hinar ungu stúdentakynslóðir.
Er ekki örgrannt um, að vér kennarar trúum því, að vér séum
lengur ungir í anda en aðrir vegna samvista við yður, ungu
stúdentar, og þeirri trú megið þér ekki svipta oss.