Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Síða 25
23
ætlað að rækja vegna menntunar yðar. Ég treysti því, að þar
verði engin brotalöm á, að þér notið yður út í hörgul mennt-
unarfæri yðar — vér erum svo fámenn, að vér höfum ekki
ráð á að missa neinn úr yðar hópi fyrir sakir vanrækslu eða
slakra vinnubragða. „Praesta te virum“ — sýndu þig sem
mann, sýndu manndóm þinn — var hin mikla brýning Róm-
verja til ungra manna sinna, og sú brýning á við enn í dag.
Ég á margar óskir yður til handa, ungu stúdentar. Ég vona,
að dvölin í Háskóla Islands verði yður til gagns og gleði,
þroska og þjálfunar. Ég vona, að skólinn verði yður andlegt
athvarf, vitaðsgjafi, uppspretta lærdóms og góðra hugmynda.
Ég vona, að háskólaárin verði yður hamingjurik og að þér
munið síðar meir ávallt telja yður hafa gengið til góðs í Há-
skóla íslands. Minnizt þess, að „mennt er betra er mikið fé“.
Ungu stúdentar. Ég bið yður að ganga fyrir mig og festa
með handtaki þau heit, að þér munið hlíta í hvívetna lögum
og reglum Háskólans.
Að svo mæltu afhenti rektor nýstúdentum borgarabréf, en
einn úr þeirra hópi, stud. mag. Kristinn Jóhannesson, ávarpaði
Háskólann af hálfu hinna nýju háskólaborgara. Nýstúdentar
sungu síðan Integer vitae. Rektor sleit athöfninni, sem lauk
með því að samkomugestir sungu þjóðsönginn.