Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Page 29
27
prófessorsembætti þau, er áætlunin tekur til, og framkvæmda-
áætlun í því sambandi.
Áætlun um lögfcstingu prúfcssurscnibætlu 1964—1973.
Ár Guöfrœöideild Læknadeild Lagadeild Viöskiptadeild Heimspekideild
1964 Lífeðlisfræði Réttarsaga Enska
1965 Mannkynssaga
1966 Læknisfræði Þjóðhagfræði Norðurlandamál
1967 Refsiréttur
1968 Kennimannl. guðfr.
1969 Læknisíræði
1970 Fjármunaréttur
1971 Alm. heimspeki
1972 Læknisfræði
1973 Siðfræði
Fyrsta embættið, sem lögfest var á grundvelli áætlunarinnar,
var í lífeðlisfræði, sbr. lög nr. 72/1964.
Háskólaritari.
Hinn 1. jan. 1964 lét próf. Pétur Sigurðsson af störfum há-
skólaritara, er hann hefir gegnt síðan 1929, sbr. Árbók Háskól-
ans 1962—63, bls. 29. Frá sama tíma var Jóhannes L. L. Helga-
son, cand. jur., settur háskólaritari, en hann hafði gegnt emb-
ættinu ásamt próf. Pétri í eitt ár.
Prófdómendttr.
Sr. Guðmundur Sveinsson skólastjóri og sr. Sveinbjörn Ilögna-
son prófastur voru skipaðir prófdómendur í guðfræðideild til
3ja ára frá 1. des. 1963 að telja.
Sigurði Jóhannssyni vegamálastjóra var að eigin ósk veitt
lausn frá starfi prófdómanda í stærðfræði og eðlisfræði við
B.A.-próf, en í hans stað hefir Skarphéðinn Pálmason mennta-
skólakennari verið skipaður prófdómandi í stærðfræði við B.A.-
próf og Guðmundur Pálmason verkfræðingur í eðlisfræði við
sama próf.
Sveinbjörn Jónsson hrl. var skipaður prófdómandi í laga-
deild til 3ja ára frá 20. apríl 1964 að telja.