Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Qupperneq 33
31
Iláðslefna norrænna og þýzkra háskólarektora
var haldin í maí 1964 í Ósló, og sat rektor hana vegna Há-
skóla Islands. Svipuð ráðstefna var haldin í Frankfurt í janúar
1961, og sat próf. Trausti Einarsson hana vegna Háskólans.
Á þessum tveimur ráðstefnum var rœtt um ýmis málefni, er
varða samstarf norrænna og þýzkra háskóla, og voru þær báð-
að nytsamlegar.
Athöfn vegna 300 ára afmælis Árna Magnússonar.
Hinn 13. nóv. 1963 gengust Háskólinn og Handritastofnun
Islands sameiginlega fyrir athöfn í hátíðasal til að minnast
300 ára afmælis Árna Magnússonar. Þar flutti prófessor
Einar Ól. Sveinsson erindi um Árna Magnússon, en strengja-
sveit lék þjóðlög.
Raunvísindastofnun Háskólans.
Háskólaráð heimilaði byggingarnefnd hinn 6. febr. 1964, að
höfðu samráði við menntamálaráðherra, að bjóða út 1. áfanga
byggingar fyrir stofnunina. Var síðan að tillögu byggingar-
nefndar undirritaður verksamningur við Verklegar fram-
kvæmdir h/f., er gert höfðu lægsta tilboð í verkið (tæpar 9,8
millj. kr.). Var heimilað að verja gjafafé Bandaríkjastjórnar,
sem var u. þ. b. 6 millj. kr., í þessu skyni og auk þess úr happ-
drættisfé því, sem á vantar í tilboðsfjárhæð, í trausti þess, að
ríkisstjórn muni taka að sér að standa straum af kostnaði við
að koma upp byggingunni að öðru leyti. Háskólaráð ákvað, að
rafeindareiknir skyldi vera til húsa í kjallara húss Raunvísinda-
stofnunar, og var fé veitt til þess úr happdrættissjóði að gera
úr garði húsnæði við hæfi.
Rafeindareiknir Háskólans.
Háskólaráð kaus hinn 16. apríl 1964 þriggja manna stjórn
fyrir rafeindareikninn. Hlutu kosningu þeir próf. Magnús Magn-
ússon, formaður, próf. Árni Vilhjálmsson og próf. Steingrímur
Baldursson. Var frumverkefni stjórnarinnar markað svo í
ályktun háskólaráðs 16. apríl 1964: