Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Síða 38
36
Styrkir til Vestur-íslendinga lil náms við Iláskóla íslands.
Háskólaráð beindi þeirri áskorun til menntamálaráðuneytis,
að lögum nr. 76/1942 um ofangreint efni yrði breytt og gekk
frá frumvarpi til nýrra laga um þetta efni ásamt greinargerð.
Þá lagði háskólaráð áherzlu á, að styrkir þessir yrðu kynntir
betur vestan hafs en nú er.
Reglugerðarbreytingar.
Að ósk læknadeildar var gengið frá breytingu á 84. gr. 2. tl.
háskólareglugerðar varðandi prófessorsembætti í tannlækning-
um, sbr. rgj. nr. 76, 11. okt. 1963, prentuð á bls. 115 hér á eftir,
svo og á 46. gr. háskólareglugerðar varðandi 3. námsár stúdenta
í lyfjafræði lyfsala, sbr. reglugjörð nr. 82, 6. nóv. 1963, og er
hún prentuð hér á eftir, bls. 116.
Að ósk verkfræðideildar var gengið frá tillögu til breyting-
ar á 56. og 57. gr. háskólareglugerðar um kennslu, nám og
próf í deildinni, sbr. rgj. nr. 48, 1. maí 1964, prentuð á bls. 116.
Að ósk viðskiptadeildar var gengið frá tillögu til breytinga
á reglugjörð um kennslu og nám í deildinni, sbr. rgj. nr. 58,
1. sept. 1964, 2. gr., sem prentuð er á bls. 120.
Háskólaráð samþykkti að óska eftir breytingu á 32. gr. há-
skólareglugerðar á þá leið, að skrásetningargjald hækkaði úr
500 kr. í 1000 kr. Haft var samráð við Stúdentaráð, áður en
þessu máli var til lykta ráðið. Reglugerðarbreytingin var stað-
fest með venjulegum hætti, sbr. rgj. nr. 58, 1. sept. 1964, og
er hún prentuð á bls. 120.
Jarðeðlisfræðilegar rannsóknir.
Háskólaráð ákvað að fallast að meginstefnu til á tillögur
nefndar, sem háskólaráð skipaði á árinu 1963, sbr. Árbók 1962
—63, bls. 37, um skipan jarðeðlisfræðilegra rannsókna. Var
það tillaga nefndarinnar að sameina í eina stofnun rannsókn-
ir, sem fram fara nú á vegum Landsímans (jónosferumæling-
ar), Veðurstofunnar (jarðeðlisfræðimælingar) og Eðlisfræði-
stofnunar Háskólans (segulmælingar), og fengi stofnunin auk
þess ýmis verkefni önnur. Yrði forstöðumaður stofnunarinnar