Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Síða 40
38
stúdent, ráðin til bráðabirgða um nokkurra mánaða skeið, en
síðar ungfrú Sveindís Þórisdóttir, stúdent.
Stúdentakórinn.
Forráðamenn Karlakórs háskólastúdenta gengust í samvinnu
við rektor og háskólaráð fyrir fundi um þá hugmynd að stofna
nýjan stúdentakór háskólastúdenta og eldri stúdenta. Fékk sú
hugmynd ágætar undirtektir, og var kórinn stofnaður í apríl
1964. Samkvæmt samþykktum kórsins á háskólaráð að tilnefna
formann, og var fyrsti formaður kórsins kosinn Brynjólfur Ing-
ólfsson ráðuneytisstjóri. Fyrsti söngstjóri var ráðinn Sigurður
Markússon hljóðfæraleikari. Fór kórinn myndarlega af stað, og
eru miklar vonir tengdar við þennan nýja kór.
Jólasöngvar.
Þeim sið var haldið áfram, að stúdentar og kennarar kæmu
saman í kapellu Háskólans síðasta kennsludag fyrir jól og
syngju jólasöngva. Próf. Jóhann Hannesson flutti jólahugvekju.
Bóksala stúdenta.
Fyrir frumkvæði stjórnar Bóksölu stúdenta og ekki sízt full-
trúa háskólaráðs, próf. Árna Vilhjálmssonar, tókst að koma
fjármálum bóksölunnar á traustan fjárhagslegan grundvöll og
m. a. að semja um skuldir hennar við Háskólann.
Bætt aðstaða stúdenta til félagsiðkana.
Háskólaráð ræddi rækilega hugmyndir um bætta aðstöðu til
félagsiðkana fyrir stúdenta Háskólans. Taldi Háskólaráð rétt
á grundvelli þeirra viðræðna, sem þegar hafa farið fram og
þeir rektor og próf. Þórir Kr. Þórðarson hafa tekið þátt í vegna
Háskólans, að skipuð yrði nefnd með fulltrúum háskólaráðs,
stúdentaráðs og menntamálaráðherra til að fjalla um þessi
málefni. Var nefndinni falið það verkefni að kanna til hlítar
grundvöll að byggingu stúdentaheimilis, sem rúmaði, auk vist-
legs mötuneytis og setustofu fyrir stúdenta, skrifstofu stúdenta-
ráðs og herbergi fyrir ýmis félög Háskólans o. fl. Af hálfu há-