Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Page 42
40
20. apríl 1963, sbr. nú lög nr. 86, 31. des. s. á., prentuð bls. 123.
Happdrættið varð 30 ára hinn 10. marz 1964, og er þá miðað
við það, er fyrsti dráttur fór fi’am. Hefir Háskólanum verið
mikill fjárhagslegur styrkur að happdrættinu frá upphafi vega.
1 stjórn happdrættisins 1963—64 áttu sæti Ármann Snævarr
háskólarektor, formaður, og prófessorarnir Alexander Jóhann-
esson og Þórir Kr. Þórðarson. Endurskoðendur voru hinir
sömu og fyrr, Atli Hauksson, löggiltur endurskoðandi, og próf.
Björn Magnússon.
Háskólabíó.
Stjórn Háskólabíós var endurkosin, en í henni áttu sæti pró-
fessor Árni Vilhjálmsson, formaður, dr. Gylfi Þ. Gíslason,
menntamálaráðherra, og prófessorarnir Kristinn Stefánsson og
Ólafur Jóhannesson.
Endurskoðendur voru endurkjörnir prófessorarnir Ólafur
Björnsson og Þórir Kr. Þóröarson.
Endurskoðendur háskólareikninga.
Endurkjörnir voru prófessorarnir Kristinn Stefánsson og
Magnús Már Lárusson.
Gjöld fyrir dagatöl.
Háskólaráð samþykkti, að gjöld fyrir dagatöl, sem renna til
Almanakssjóðs, yrðu hækkuð úr 55 aurum í 1 krónu fyrir
hvert eintak. Menntamálaráðherra staðfesti þessa breytingu.
Fé til frjálsrar rannsóknarstarfsemi.
Á fjárlögum fyrir árið 1964 var fé veitt i fyrsta skipti í
þessu skyni. Kaus háskólaráð prófessorana Hrein Benediktsson
og Trausta Einarsson til að gera drög að tillögum um úthlutun
þessa fjár. Á grundvelli tillagna þeirra setti háskólaráð reglur
um þetta efni. 1 úthlutunarnefnd voru kosnir prófessorarnir
Halldór Halldórsson, Loftur Þorsteinsson og Theódór B. Líndal.
Háskólaráð samþykkti hinn 27. febr. 1964 almennar reglur um
úthlutun fjár þessa.