Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Page 96
94
Snorri Hallgrímsson og dr. med. Bjarni Jónsson, læknir. Hér
á eftir fer æviágrip doktorsins:
Friðrik Einarsson er fæddur að Hafranesi við Reyðarfjörð
9. maí 1909, sonur hjónanna Einars S. Friðrikssonar, bónda,
og Guðrúnar V. Hálfdanardóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri vorið 1931, með I. einkunn, emb-
ættisprófi sumarið 1937 með I. einkunn (166% st.). Sigldi þeg-
ar að prófi loknu til Danmerkur og dvaldist þar til ársloka 1945.
Innritaðist í læknadeild Kaupmannahafnarháskóla 10. febrúar
1942 og lauk þar embættisprófi sumarið 1943, með I. einkunn.
Hann fékk ótakmarkað lækningaleyfi á Islandi 21. apríl 1939
og í Danmörku 29. júní 1943, sérfræðingsviðurkenningu í skurð-
lækningum og kvensjúkdómum á Islandi 11. maí 1949.
Riddari af Dannebrog 27. febrúar 1958 og 29. september 1966.
Bréfafélagi í Svensk kirurgisk förening og í Norsk kirurgisk
forening.
Kvæntur 27. desember 1940 Ingeborg Korsbæk, dóttur Jo-
hannes Korsbæk, skólastjóra í Holstebro, og konu hans Marie,
f. Kirkegaard. — Þau hjón eiga 4 börn.
Spítalastörf:
Á sjúkrahúsum í Odense, Ronne og Kaupmannahöfn o. fl.
1937—1945.
Á Landspítalanum frá 1/1 1946: á handlæknisdeild II. aðstoð-
arlæknir frá 1. jan. 1947, I. aðstoðarlæknir frá 1. sept. 1951, að-
stoðaryfirlæknir frá 15. maí 1957, urologi, yfirlæknir frá 1963
—ágúst 1968.
Borgarspitalinn, skurðlækningadeild, yfirlæknir frá 12. nóv.
1963.
Lektor í skurðlækningum við læknadeild Háskóla Islands
janúar 1954, en dósent frá 1959.
Félagsstörf:
Formaður Dansk-íslenzka félagsins flest ár frá 1956, vara-
bæjarfulltrúi í Reykjavík 1949—1953. 1 stjórn Læknafélags
Reykjavíkur 1950—53. 1 stjórn Krabbameinsfélags Islands frá
1956, varaformaður þess frá 1965. 1 stjórn Nordisk Kirurgisk