Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Page 97
95
Forening, ritari Islandsdeildarinnar. Félagi í Nordisk Urolo-
gisk Forening.
Rit um læknisfræði, blaðagreinar o. fl., sjá Skrá um rit há-
skólakennara.
Utanfarir til framhaldsmenntunar:
Danmörk, Finnland og Svíþjóð 1949 til að fræðast um stjórn-
un spítala.
Dvöl 1953 í Bandaríkjunum í boði utanríkisráðuneytisins þar
til að kynnast sjúkrahúsum.
Dvöl í London 1961 í sama skyni!)
Svo sem greinir í annál, lauk Ólafur Bjarnason dósent dokt-
orsprófi í læknisfræði 19. okt. 1963. Fer æviágrip hans hér
á eftir:
Ólafur Bjarnason er fæddur á Akranesi 2. marz 1914, sonur
Bjarna Ólafssonar skipstjóra og útgerðarmanns þar og konu
hans Elínar Ásmundsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík í júní 1935 með I. einkunn (6.84).
Innritaðist þá um haustið í læknadeild Háskóla íslands og lauk
embættisprófi sumarið 1940 með I. einkunn (160% st.). Veitt
almennt lækningaleyfi 13. maí 1947 og viðurkenndur sérfræð-
ingur í meinafræði 9. marz 1953. Member of the College of
Pathologists (London) 12. des. 1963. Kjörinn félagi í Vísinda-
félagi Islendinga 4. maí 1965.
Starfaði sem aðstoðarlæknir í Rannsóknarstofu Háskólans
á árunum 1940—1945. Vann í meinafræðideild Karolinska In-
stitutet og Radiopatologiska Institutionen, Karolinska Sjuk-
huset i Stockholm, einnig Statens Bakteriologiska Laboratorium
s. st. á árunum 1945—1947. I. aðstoðarlæknir í Rannsóknastofu
Háskólans á árunum 1947—1949. Vann í meinafræðideild Ham-
mersmith Hospital, Postgi’aduate Medical School, London og
i) 1 árbók Háskólans 1957—1958 hefur láðst að geta þessa doktorsprófs.