Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Qupperneq 98
96
Bernhard Baron Institute of Pathology, The London Hospital
á árunum 1949—1950. Starfaði aftur sem 1. aðstoðarlæknir í
Rannsóknastofu Háskólans á árunum 1950—1960, skipaður að-
stoðaryfirlæknir þar 1. júlí 1960 og yfirlæknir 1. jan. 1963.
Ferðir til styttri dvalar við erlendar vísindastofnanir: Center
of Dermatology, meinafræðideild, London, árið 1965, Sloane
Kettering Institute for Cancer Research, New York og Mass.
Gen. Hosp., Boston árið 1956, Radiopatologiska Institutionen,
Stockholm árið 1958. Postgraduate Med. School, Hammer-
smith Hosp., meinafræðistofnun, árið 1960, London Hosp.,
meinafræðistofnun árið 1962.
Aukakennari í tannlæknadeild Háskóla íslands 1947—1953
(meina- og sýklafræði) og 1954—1963 (meinafræði). Skipað-
ur dósent í læknadeild H.I. 15. sept. 1959 (meinafræði). Settur
prófessor í læknadeild H.l. 1. okt. 1964, skipaður 1. maí 1966.
I stjórn læknafélagsins Eirar 1948—49. I stjórn Læknafélags
Reykjavíkur 1953—1959. 1 stjórn Krabbameinsfélags Reykja-
víkur frá stofnun þess 1949. I stjórn B.S.R.B. 1958—60. I stjórn
Læknafélags íslands frá 1961, formaður frá 1965. Formaður
Félags íslenzkra meinafræðinga frá stofnun þess 1963. Full-
trúi þess í stjórn Skandinavisk forening for Patologi og Mikro-
biologi frá 1964.
Kona, 19. ágúst 1939, Margrét Jóhannesdóttir Björnssonar,
óðalsbónda og hreppstjóra, Hofsstöðum í Skagafirði, og konu
hans Kristrúnar Jósefsdóttur.
Um rit hans og ritstjórnarstörf vísast til skráa yfir rit, há-
skólakennara.
VIII. HÁSKÓLABÓKASAFN
Einar Sigurðsson kand. mag. tók 1. apríl 1964 við nýju bóka-
varðarembætti í Háskólabókasafni (Hbs.) og hlaut skipun ráð-
herra í stöðuna. Uppfyllt var þannig ósk, sem háskólinn hafði
gert til ríkisins hálfan annan áratug samfellt, ýmist óformlega