Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Side 99
97
eða formlega. Sama ár óx fjárveiting til bókaöflunar safnsins
í 400 þús. kr. og fyrirhuguð hin sama næsta ár. Viðrétting var
því hafin frá þeim niðurlægingarárum Hbs., sem stöfuðu m. a.
af gengisbreytingu gjaldmiðils og hjöðnun sjóða í lok 6. ára-
tugsins.
Notkun safnsbóka í lestrarsal var mjög rýrnuð orðin 1964
vegna sætaleysis fyrir aðra en þá, sem nægðu eigin bækur til
próflesturs. En útlán glæddust heldur, náðu vel meðallagi und-
anfarinna 10 ára.
Unnið var að því að útvega stúdentum einstakra deilda les-
stofur sem næst háskólanum, til nota um árabil. Merkasti ár-
angur þess var, að frá byrjun des. 1963 var húsið Aragata 9
notað fyrir stúdentalesstofur. Kjallarageymslur Hbs. í aðal-
húsinu voru auknar, og þannig komust í skápa til notkunar
28 þús. bindi af því, sem geymt var í hlaða, og tilfærslur bóka
leyfðu þá hina nauðsynlegu rýmkun á vinnuplássi í útlánastofu
safnsins.
Bindafjöldi Hbs. í árslok var tæp 108 þús. bd., en umfram
þá tölu voru tímarit þess frá Vísindafélagi Islendinga og önnur
rit, sem getur í byrjun ársskýrslu í Árbók H.l. 1961/62.
Reikningsár tekna og notkunar rita í Hbs. er almanaksárið,
sem í öðrum ríkisframfærðum stofnunum hliðstæðum. Gildir
því þessi skýrsla eigi aðeins fyrir janúar—ágúst-skeiðið 1964,
heldur meðreiknar hún siðasta ársþriðjunginn, og vill Hbs.
birta skýrslu sína þannig ár hvert framvegis. Ekkert orlofsbil
á sumri né önnur skólamissiraskil koma til greina í starfs-
skyldum Hbs., eftir að bókaverðir urðu tveir.
Björn Sigfússon.
IX. STYRKVEITINGAR
Ríkisstjórn Islands veitti eftirfarandi erlendum stúdentum
styrki til náms í íslenzkri tungu, sögu Islands og bókmenntum
við Háskólann þetta háskólaár: John Berg frá Bandaríkjunum,
Brett Leigh Harrison frá Bretlandi, Jörgen Ask Pedersen frá
13