Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Síða 114
112
XIII. ÝMISLEGT
A. SKIPULAGSSKRÁR
SKIPULAGSSKRÁ inn Norðmannsgjöf, nr. 36,
6. marz 1964.
1. gr.
Sjóðurinn heitir Norðmannsgjöf og er eign Háskóla íslands. Stofn-
andi sjóðsins er norskur íslandsvinur, sem styrkja vill norræna menn-
ingarsamvinnu. Hann óskar að nafns síns verði ekki getið hvorki nú
né síðar. Sjóðurinn er gefinn í tilefni af 50 ára afmæli Háskóla ís-
lands, og skal skýrt frá gjöfinni á háskólahátíð 1961. Til sjóðsins er
einnig stofnað í tilefni af þeirri ákvörðun Dana að afhenda íslend-
ingum handrit í Danmörku.
2. gr.
Stofnfé sjóðsins er 2 millj. íslenzkar krónur, og hefur það þegar
verið afhent rektor Háskóla íslands. Ávöxtun sjóðsins og varzla hans
er í höndum rektors og háskólaráðs. Fé sjóðsins má ekki leggja í
áhættusöm fyrirtæki, en ávaxta má það í tryggum verðbréfum með
öruggum vaxtatekjum.
Stjórn sjóðsins er að öðru leyti í höndum stjórnarnefndar, sem
háskólaráð kýs og skipuð er 3 aðalmönnum og 3 varamönnum. Stjórn-
in kýs sér formann og ritara.
Stjórn sjóðsins skal halda fundarbók, er löggilt sé af rektor Há-
skóla íslands, og færa í hana skipulagsskrá sjóðsins, úthlutun styrkja
úr sjóðnum og aðrar fundarsamþykktir og annað það, er varðar hag
og rekstur sjóðsins.
3. gr.
Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða. Árlegum tekjum skal verja
annað tveggja til þess að verðlauna íslenzkan vísindamann, sem f jall-
ar um málvísindi, sagnfræði, félagsvísindi eða önnur hugvísindi (hú-
manistísk vísindi) eða til útgáfu íslenzkra handrita eða handritafræða
eftir ákvörðun stjórnarnefndar. Deila má fé því, sem til úthlutunar
kemur, í tvo hluta. Nú telur stjórnarnefndin, að enginn maður sé
verður að hljóta verðlaun tiltekið ár og ekki sé heldur vert að styrkja
útgáfu handrita, og ber þá að leggja tekjur sjóðsins það ár við höfuð-
stólinn nema stjórnarnefnd samþykki að leggja þær við fé það, sem
til úthlutunar kemur á næsta ári.