Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Qupperneq 115
113
4. gr.
Sjóðinn má auka með gjöfum frá Noregi eða Norðmönnum, sem
dveljast utan Noregs, ef stofnandi sjóðsins fellst á það.
5. gr.
Háskólaráð lætur árlega gera reikninga sjóðsins, og skulu þeir
birtir í árbók háskólans. Reikningarnir skulu endurskoðaðir með
sama hætti sem reikningar annarra háskólasjóða.
6. gr.
Leita skal staðfestingar forseta Islands á skipulagsskrá þessari.
Með skipulagsskrá þessari er úr gildi fallin eldri skipulagsskrá,
nr. 141 frá 6. október 1961.
SKIPULAGSSKRÁ
fyrir Minningarsjóð cir. Rögnvalds Péturssonar
til eflingar íslenzkum fræðum,
nr. 79, 11. maí 1964.
1. gr.
Sjóðurinn heitir Minningarsjóður dr. Rögnvalds Péturssonar til efl-
ingar íslenzkum fræðum. Sjóðurinn er eign Háskóla íslands, og er
ávöxtun hans í höndum rektors og háskólaráðs.
2. gr.
Sjóðurinn er stofnaður af ekkju síra Rögnvalds Péturssonar D.D.
og dr. phil., frú Hólmfríði Pétursson í Winnipeg, og dóttur þeirra,
ungfrú Margréti Pétursson, B.A., sömuleiðis í Winnipeg, á áttatíu og
þriggja ára afmæli dr. Rögnvalds Péturssonar 14. ágúst 1960.
3. gr.
Stofnfé sjóðsins er 15000 — fimmtán þúsund — kanadadollarar,
og er sá hluti sjóðsins varðveittur í Kanada, og 100000,00 — eitt
hundrað þúsund — íslenzkar krónur, sem varðveittar eru á íslandi.
Háskólaráði er jafnan heimilt að gera aðrar ráðstafanir um geymslu
höfuðstóls, ef nauðsyn krefur.
4. gr.
Árlegum vöxtum sjóðsins má úthluta afdráttarlaust, en stjórn
sjóðsins getur ákveðið að draga saman vexti fleiri ára en eins til
úthlutunar í senn. Þeim vöxtum, sem myndazt hafa af höfuðstól
15