Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Side 121
119
Heimilt er að endurtaka próf í einstökum ársgreinum. Ógildist þá
próf, sem áður hefur verið tekið í þeim ársgreinum, og tekur þetta
ákvæði gildi, um leið og upptökupróf í grein er hafið. Við endur-
tekningu prófs er ekki skylt að endurtaka verkleg viðfangsefni eða
æfingar, sem metnar eru til prófseinkunnar, hafi þær áður verið
teknar gildar. Próf má ekki endurtaka nema einu sinni, nema deildin
sjái lögmæta ástæðu til að veita undanþágu.
Fyrrahlutaprófi í verkfræði, sem miðast við þriggja ára nám,
skal stúdent hafa lokið eigi síðar en fjórum árum eftir að hann var
skráður í deildina. Deildin getur lengt frestinn um eitt ár, ef hún
telur horfur á, að stúdent geti þá lokið prófinu, enda hafi hann ekki
sýnt vanrækslu í námi. Tilsvarandi tímaákvæði setur deildin um
önnur burtfararpróf.
Nú er skráður í deildina stúdent, sem hefur þegar tekið með góð-
um árangri próf við erlenda háskóla í námsefni, sem samsvarar í
aðalatriðum námsefni til vissra prófa í deildinni. Getur háskólaráð
þá heimilað, að tillögum deildarinnar, að veita slíkum nemanda burt-
fararpróf án prófa í þessu námsefni, þó að jafnaði aðeins ef um
verulegt námsefni er að ræða. Skal þá á prófskírteini gerð grein
fyrir þessum frávikum.
c. Einkunnastigi.
Við gjöf einkunna skal nota talnaröð I í eftirfarandi töflu, og hlýt-
ur stúdent í hvert sinn þá einkunn, er næst liggur meðaltali ein-
kunna kennara og prófdómara. Talnaröð II sýnir stigagildi einkunna.
I II I II I 11
6 8 4 5 2 — 7
5% 7% 3% 3% 1% —12%
5% 7% 3% 2% 1% —17%
5 7 3 1 1 —23
4% 6% 2% —1%
4% 5% 2% —4%
<1. Prófkröfur.
Til þess að standast fullnaðarpróf verður stúdent að hafa hlotið
eigi minna en 5 stig að meðaltali í hvorum prófflokki.
Aðaleinkunn (meðaltal allra prófseinkunna, veginna) 5.00—5.99
(í stigum) telst 2. einkunn, 6.00—7.49 telst I. einkunn, 7.50—8.00
telst ágætiseinkunn.
2. gr.
Reglugerðarbreyting þessi tekur þegar gildi.