Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Síða 123
121
Stúdent skal leysa af hendi tilskilinn fjölda æfinga í hverri náms-
grein.
Viðskiptadeild ákveður, hvenær tímabært er að hefja kennslu í
einstökum kjörgreinum. Eftir að kennsla í kjörgrein er hafin, er við-
skiptadeild heimilt að fella niður kennslu í einstök ár, ef ekki fæst,
að dómi deildarinnar, næg þátttaka stúdenta, eða ef ekki er, að dómi
deildarinnar, kostur hæfra kennslukrafta, en stúdent skal þó heimilt
að þreyta próf í viðkomandi námsgrein.
50.gr. orðist svo:
Próf í viðskiptafræðum.
Undirbúningspróf. Áður en stúdent segir sig til fyrra hluta prófs,
skal hann hafa staðizt próf í eftirtöldum greinum 1 til 4:
1. Bókfœrsla fyrir stúdenta á 1. námsári, skriflegt próf.
2. Skrifstofustörfum, verklegt og skriflegt próf.
3. Stœröfrœöi, skriflegt próf.
4. Ensku I, skriflegt og munnlegt próf.
Einkunnir í ofantöldum greinum hafa ekki gildi í aðaleinkunn. Til
þess að standast próf í bókfærslu þarf stúdent að hljóta að minnsta
kosti lægstu 1. einkunn.
Stúdent skal taka skriflegt próf i almennri rekstrarhagfrœöi og
almennri þjóöhagfrœöi í síðasta lagi samtímis því, er hann tekur
fyrra hluta próf. Óski stúdent að taka próf í annarri eða báðum þess-
ara greina, áður en hann tekur fyrra hluta próf, skal það gert á
vormisseri. Kennurum í þessum námsgreinum skal heimilt að ákveða,
að próf í þeim skuli vera munnleg.
Einkunnir í hvorri einstakra ofannefndra námsgreina hafa gild-
ið 1 í aðaleinkunn.
Fyrra hluta próf.
Prófgreinar í fyrra hluta eru eftirtaldar greinar 1 til 6:
1. Viöski'ptareikningur, skriflegt próf.
2. Tölfrœöi, skriflegt próf.
3. Reikningshald, skriflegt próf.
4. Enska II, skriflegt og munnlegt próf.
5. Lögfrœöi, munnlegt próf.
6. Haglýsing, munnlegt próf.
Flokkur A.
Áður en 4 misseri eru liðin frá innritun, er stúdent heimilt að
þreyta próf í einhverjum tveim ofangreindra prófgreina, og skulu
þau próf þá tekin á vormisseri, enda séu þau próf haldin í lok yfir-
ferðar yfir viðkomandi námsgreinar. Stúdent skal þá hafa lokið prófi
16