Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Qupperneq 124
122
í ensku I, áður en hann skráir sig til prófs í ensku II, og prófi í
bókfærslu, áður en hann skráir sig til prófs í reikningshaldi.
Flokkur B.
Prófgreinar í fyrra hluta B eru þær ofantalinna greina 1 til 16,
sem stúdent hefur ekki tekið próf í áður.
Fyrra hluta próf (flokkur A og flokkur B) er talið einn prófhluti
í merkingu 2. málsgr. 68. gr. háskólareglugerðar.
Einkunn í prófgrein I hefur gildið y2 í aðaleinkunn; einkunnir í
prófgreinum 2—6 hafa gildið 1.
Ekki má líða lengri timi en 6 kennslumisseri frá innritun, þar til
lokið er fyrra hluta prófi. Ef út af bregður, fer stúdent af skrá, og
undirbúningspróf falla úr gildi.
Síðara hluta próf.
Prófgreinar í síðara hluta eru þessar:
1. Alnienn rekstrarhagfrœöi, skriflegt próf.
2. Almenn rekstrarhagfræöi, munnlegt próf.
3. Sérgreind rekstrarhagfrœöi, skriflegt próf.
4. Almenn og hagnýt pjóöhagfrœöi, skriflegt próf.
5. Almenn og hagnýt pjóöhagfrœöi, munnlegt próf.
6. Verklegar œfingar í bókfœrslu og reikningsskilum, endur-
skoöun og skattskil, tvö skrifleg próf.
7. Hagrannsóknir /, skriflegt próf.
8. Hagrannsóknir II, skriflegt próf.
9. Hagrœn landafræöi, munnlegt próf.
10. Hagsaga, munnlegt próf.
11. Saga hagfrœöikenninga, munnlegt próf.
12. Fyrirtœkiö og pjóöfélagiö, munnlegt próf.
13. Markaösrannsóknir, skriflegt próf.
14. Opinber stjórnsýsla, munnlegt próf.
15. Ritgerö um efni, sem stúdent velur í samráði við prófessor
í deildinni á fyrsta misseri eftir að hann lauk fyrra hluta
prófi.
Stúdent skal taka próf í svo möi'gum kjörgreinum, að heildargildi
einkunna í þeim sé 2y2. Einkunnir í 1., 2., 4., 5. og 6. prófgrein hafa
tvöfalt gildi í aðaleinkunn. Prófgreinar 7—13 hafa gildið y2. Ein-
kunnir í öðrum prófgreinum hafa gildi.
Áður en stúdent segir sig til síðara hluta prófs, skal hann afhenda
prófritgerð sína vélritaða og leggja fram skilríki um, að hann hafi
tekið þátt í eftirfarandi æfingum:
1. Rekstrarhagfrœöi: Stúdent hafi haldið eitt erindi og afhent
kennara það vélritað. Enn fremur hafi stúdent metið tvö erindi
Hi___H Hi