Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Blaðsíða 125
123
í sömu grein flutt af öð'rum stúdentum, ef kennari hefur óskað
þess.
2. Þjóöhagfrœöi: Sömu kröfur og um rekstrarhagfræði.
Ekki má líða lengri tími en 6 kennslumisseri frá því er stúdent
lýkur fyrra hluta prófi, þar til hann lýkur síðara hluta prófi. Ef
út af bregður, fellur fyrra hluta próf úr gildi, en forpróf halda þó
gildi sínu í 2 misseri.
Viðskiptadeild getur veitt undanþágu frá ákvæðum þessarar grein-
ar um tímatakmörk við próf, ef stúdent hefur verið veikur, eða öðr-
um vítaleysisástæðum er til að dreifa.
Stúdentar, sem skráðir eru til náms eftir gildistöku hinna nýju
ákvæða, skulu hlíta því fyrirkomulagi, er þar greinir, en eldri stú-
dentar skulu haga námi sínu samkv. eldri námstilhögun.
Kandídatspróf eftir eldri tilhögun verður haldið í síðasta skipti
vorið 1969.
Reglugerðarbi’eyting þessi öðlast þegar gildi.
C. LÖG.
LÖG nr. 86, 31. des. 1963,
um stofnun happdrællis fvrir ísland.
Forseti íslands gjörir lcunnugt:
Að ég samkvæmt 3. gr. laga nr. 14 20. apríl 1963, um breyt-
ing á lögum nr. 44 19. júní 1933, um stofnun happdrættis fyrir
ísland, hef látið fella meginmál hinna fyrrnefndu laga, laga
nr. 6 1943, laga nr. 14 1955, laga nr. 36 1959, og laga nr. 74
1960, inn í lög nr. 44 19. júní 1933 og gef þau út svo breytt:
1. gr.
Ráðuneytinu veitist heimild til að veita Háskóla íslands einkaleyfi
til stofnunar íslenzks happdrættis með þeim skilyrðum, er nú skal
greina:
a) Hlutatalan má ekki fara fram úr 65 000, er skiptist í 12 flokka
á ári hverju, og skal dráttur fara fram fyrir einn flokk í mán-
uði hverjum, dráttur fyrsta flokks í janúarmánuði og tólfta
flokks í desembermánuði. Enn fremur er heimilt að gefa út nýj-
an flokk hlutamiða, B-flokk, er tengist við þau númer, sem
heimilt er að gefa út samkv. ákvæðum þessa töluliðs.
b) Hlutina má selja bæði í heilu lagi og hálfu og enn fremur skipta
þeim í fjórðunga, ef reynslan sýnir, að það sé hentugra. Iðgjald
fyrir hvern hlut ákveður fjármálaráðherra, að fengnum tillögum
happdrættisráðs og happdrættisstjórnar Iláskólans.