Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Side 126
124
c) Vinningarnir skulu vera samtals ekki færri en 5000 og nema að
minnsta kosti 70% af iðgjöldunum samantöldum í öllum 12
flokkum.
d) Drættirnir fara opinberlega fram í Reykjavík, og skal happdrætt-
inu stjórnað þaðan undir eftirliti nefndar, er ráðuneytið skipar
til þess. Skulu í henni sitja 5 menn, og skulu að minnsta kosti
2 nefndarmenn vera lögfræðingar. Nefndin leggur fullnaðar-
úrskurð á allan ágreining um lögmæti eða gildi dráttanna, bæði
meðan dráttur fer fram og eftir að honum er lokið, enda hefur
hún eftirlit með happdrættinu. Kostnaðinn af þessu ber happ-
drættið.
e) Einkaleyfið til að reka happdrættið má veita til 1. janúar 1974.
Ágóðanum skal varið til að reisa byggingar á vegum Háskóla
íslands. Enn fremur er heimilt að verja honum til greiðslu kostn-
aðar af viðhaldi háskólabyggingarinnar, til fegrunar á háskóla-
lóöinni, til þess að koma á fót og efla rannsóknarstöðvar við
hinar ýmsu deildir háskólans, svo og til að greiða andvirði
rannsóknar- og kennslutækja, sem háskólinn telur sér nauðsyn
að eignast. Leyfishafi greiði í ríkissjóð 20% af nettóársarði í
einkaleyfisgjald.
2. gr.
Þegar nægilegs fjár hefur verið aflað til þess að reisa hús handa
Háskólanum, skal rikið taka happdrættið í sínar hendur og reka
það á þann hátt, sem fyrir er mælt í lögum þessum. — Hreinum
ágóða af happdrættinu skal varið til þess að mynda sjóð, sem nefn-
ist byggingarsjóður íslands. Skal tekjum sjóðsins varið samkvæmt
ályktun á fundi í sameinuðu þingi í hvert skipti, til þess að reisa
opinberar byggingar eftir því sem til vinnst og þörf krefur.
3. gr.
Frá því er happdrættið tekur til starfa er bannað að setja á stofn
nokkurt annað peningahappdrætti hér á landi, svo og að verzla með
eða hafa á boðstólum miða erlendra happdrætta, auglýsa þá í inn-
lendum blöðum eða hvetja menn til að kaupa þá, að viðlögðum sekt-
um, 200—2000 kr. Þó getur ráðherra veitt undanþágu að því er kem-
ur til happdrættis, sem stofnað er til í góðgerðaskyni einungis, og þó
með skýrum takmörkum, t. d. fyrir einn bæ eða sveitarfélag, og aldrei
nema um ákveðinn tíma, lengst eitt ár.
4. gr.
Enginn má selja hlutamiða happdrættisins, nema löggiltir útsölu-
menn þess, er fá miðana frá aðalskrifstofu happdrættisins, og öll